1. gr. Við 2. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi: Skilyrði endurgreiðslu samkvæmt reglugerð þessari er að seljandi vöru og þjónustu sé skráður á virðisaukaskattsskrá á því tímamarki þegar viðskipti eiga sér stað. 2. gr. Á eftir orðinu „Vinnu“ í 2. tölul. 4. gr. reglugerðarinnar bætist: stjórnenda skráningarskyldra ökutækja,. 3. gr. Í stað orðanna „skattstjóra í því umdæmi þar sem þeir eiga lögheimili“ í 1. mgr. 7. gr. og 12. gr. reglugerðarinnar kemur: ríkisskattstjóra. 4. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglugerðarinnar: Við 1. mgr. bætist nýr málsliður svohljóðandi: Ef sótt er um endurgreiðslu með rafrænum hætti getur ríkisskattstjóri heimilað að rafrænn sölureikningur, myndrit sölureiknings eða hreyfingarlistar fylgi endurgreiðslubeiðni í stað frumrits sölureiknings. Í stað orðsins „skattstjóra“ tvisvar sinnum í 3. mgr. kemur: ríkisskattstjóra. Við greinina bætist ný málsgrein svohljóðandi: Skylt er að varðveita sölureikninga og önnur gögn sem umsókn byggist á í sjö ár frá lokum þess árs er sótt var um endurgreiðslu.
5. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. reglugerðarinnar: - Í stað hlutfallstölunnar „24,5%“ í 1. mgr. kemur: 24%.
- Í stað hlutfallstölunnar „7,75%“ í a lið 1. mgr. kemur: 7,60%.
- Í stað hlutfallstölunnar „8,75%“ í b lið 1. mgr. kemur: 8,60%.
- Í stað hlutfallstölunnar „6,25%“ í c lið 1. mgr. kemur: 6,15%.
- Í stað hlutfallstölunnar „5,45%“ í 3. mgr. kemur: 5,35%.
6. gr. Í stað orðanna „14 dögum eftir að skattstjóra“ í 3. málsl. 2. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar kemur: 30 dögum eftir að ríkisskattstjóra. 7. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. reglugerðarinnar: - Í stað orðsins „Skattstjóri“ tvisvar sinnum í 1. mgr. kemur: Ríkisskattstjóri.
- Í stað orðsins „skattstjóri“ í 2. mgr. kemur: ríkisskattstjóri.
8. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 16. gr. reglugerðarinnar: - Í stað orðsins „skattstjóri“ kemur: ríkisskattstjóri.
- Í stað orðsins „skattstjóra“ kemur: ríkisskattstjóra.
9. gr. Reglugerð þessi er sett með stoð í 42. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, og öðlast gildi 1. janúar 2015. Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 19. desember 2014. F. h. r. Maríanna Jónasdóttir. Guðrún Þorleifsdóttir. |