Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 363/2006

Nr. 363/2006 5. maí 2006
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um jöfnun tekjutaps sveitarfélaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti, nr. 80/2001, með síðari breytingum.

1. gr.

Í stað orðanna „annarra en sumarhúsa og útihúsa í sveitum“ í 1. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar kemur: annarra en sumarhúsa, útihúsa í sveitum og mannvirkja og lóða sem falla undir 3. gr. reglugerðar um fasteignaskatt, nr. 1160/2005.

2. gr.

Tilvísunin „nr. 945/2000“ í 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

3. gr.

2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Upplýsingum um breytingar á skrá Fasteignamats ríkisins, sbr. 1. mgr., skal skilað á eyðublöðum sem Jöfnunarsjóður lætur sveitarfélögum í té. Á þeim skal tilgreina eftirfarandi atriði:

  1. fasteignir sem undanþegnar eru álagningu fasteignaskatts skv. 6. gr. reglugerðar um fasteignaskatt, eða ákvæðum sérlaga,
  2. ákvarðanir sveitarfélags um lækkun eða niðurfellingu álagðs fasteignaskatts vegna fasteigna sem falla undir 1.–4. mgr. 7. gr. reglugerðar um fasteignaskatt,
  3. lækkun fasteignaskatts vegna samninga við stóriðjufyrirtæki,
  4. leiðréttingar sem sveitarfélög gera vegna fasteigna þar sem flokkun eða mat hefur breyst, svo sem í kjölfar endurmats eða úrskurðar yfirfasteignamatsnefndar,
  5. beitingar mismunandi álagningarprósentu í sameinuðu sveitarfélagi, sbr. 5. mgr. 7. gr. reglugerðar um fasteignaskatt,
  6. endanlega niðurstöðu álagningar vegna fasteigna þar sem nýting er með þeim hætti að ákvæði 8. gr. reglugerðar um fasteignaskatt eiga við.

4. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða er hljóðar svo:

Þrátt fyrir ákvæði 11. gr. reglugerðar um fasteignaskatt, nr. 1160/2005, skal ekki taka tillit til nýrra lóða og nýrra mannvirkja sem skráð eru og metin í Landskrá fasteigna eftir 1. janúar 2006 við útreikning framlaga samkvæmt reglugerð þessari fyrir árið 2006.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett á grundvelli 18. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Félagsmálaráðuneytinu, 5. maí 2006.

Jón Kristjánsson.

Guðjón Bragason.

B deild - Útgáfud.: 9. maí 2006