1. gr. Á eftir 1. mgr. 8. gr. bætist við ný málsgrein, svohljóðandi: Heimilt er, með samþykki doktorsnámsnefndar heilbrigðisvísindasviðs, sbr. 3. gr., að skipuleggja doktorsnám við heilbrigðisvísindasvið sem 240 eininga nám að loknu meistaraprófi, lokaprófi frá deild, t.d. kandídatsprófi í læknisfræði eða sálfræði, eða tilsvarandi prófi. Hefji nemandi 240 eininga doktorsnám er miðað við að í eðlilegri námsframvindu sé lengd doktorsnámsins fjögur ár, en sjái nemandi ekki fram á að ljúka náminu innan þess tíma skal hann sækja um til deildar að vera áfram innritaður í námið í allt að eitt ár til viðbótar. Ef frekari framlengingar er þörf skal slík umsókn endurtekin, þó þannig að heildarnámstími verði aldrei lengri en sex ár. 2. gr. 1. málsl. 1. mgr. 11. gr. orðast svo: Miðað er við að ekki fleiri en 20 af 300 eða 10 af 180 einingum og 240 einingum, sbr. 8. gr., komi úr námskeiðum í grunnnámi. 3. gr. Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, eru settar í samræmi við VI. kafla reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands og með heimild í lögum nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar hafa verið samþykktar af deildum heilbrigðisvísindasviðs, stjórn fræðasviðsins og Miðstöð framhaldsnáms, sbr. 66. og 69. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009. Reglurnar öðlast þegar gildi. Háskóla Íslands, 18. febrúar 2015. Kristín Ingólfsdóttir. Þórður Kristinsson. |