Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 136/2009

Nr. 136/2009 29. desember 2009
LÖG
um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, og fleiri lögum.

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum.
1. gr.
    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 2. málsl. 3. tölul. og 3. málsl. 4. tölul. 1. mgr. 2. gr., 1. málsl. 2. mgr. 10. gr., 2. og 3. málsl. 3. mgr. 18. gr., 4. málsl. 1. mgr. 27. gr., tvívegis í 2. mgr. 1. tölul. 31. gr. og 2. málsl. 6. tölul. 37. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

2. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 55. gr. laganna:
    a.    Í stað orðsins „Skattstjóri“ í 1. málsl. 1. mgr. og orðsins „skattstjóra“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: Ríkisskattstjóri; og: ríkisskattstjóra.
    b.    Í stað orðanna „skattstjóra í því skattumdæmi þar sem móðurfélag er heimilisfast“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.

3. gr.
    Í stað orðsins „skattstjóri“ í 1. málsl. 2. mgr. og 2. málsl. 3. mgr. 58. gr. laganna og orðsins „skattstjóra“ í 2. málsl. 2. mgr. og 1. málsl. 3. mgr. sömu greinar kemur: ríkisskattstjóri; og: ríkisskattstjóra.

4. gr.
    1. mgr. 59. gr. laganna orðast svo:
    Tekjuskatt skal miða við tekjur næsta almanaksár á undan skattákvörðun, nema annað sé venjulegt rekstrarár í atvinnugrein aðila eða hann sýnir, þegar hann telur fram, að hann hafi annað reikningsár. Getur ríkisskattstjóri þá veitt honum heimild til að hafa það reikningsár í stað almanaksársins.

5. gr.
    Í stað orðsins „Skattstjóri“ í 1. málsl. 60. gr. laganna og orðsins „skattstjóra“ í 3. málsl. sömu greinar kemur: Ríkisskattstjóri; og: ríkisskattstjóra.

6. gr.
    Í stað orðsins „Skattstjóra“ í 3. málsl. 3. mgr. 62. gr. og orðsins „Skattstjóri“ í 1. málsl. 3. mgr. 64. gr. laganna kemur: Ríkisskattstjóra; og: Ríkisskattstjóri.

7. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 65. gr. laganna:
    a.    Í stað orðsins „Skattstjóri“ í 1. mgr. og 2. málsl. 2. mgr. kemur: Ríkisskattstjóri.
    b.    1. málsl. 2. mgr. fellur brott.
    c.    Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi: 
              Fjármálaráðherra er heimilt að setja reglugerð um nánari skilyrði fyrir framangreindum ívilnunum.

8. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 68. gr. laganna:
    a.    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 2. málsl. 6. mgr. og 3. málsl. 7. mgr. A-liðar og 1. málsl. 12. mgr. og 2. málsl. 13. mgr. B-liðar kemur: ríkisskattstjóra.
    b.    Í stað 3. og 4. málsl. 8. mgr. A-liðar kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Úrskurður ríkisskattstjóra um fyrirframgreiðslu barnabóta skal vera endanleg úrlausn málsins á stjórnsýslustigi.
    c.    Í stað 4. og 5. málsl. 12. mgr. B-liðar kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Úrskurður ríkisskattstjóra um fyrirframgreiðslu vaxtabóta skal vera endanleg úrlausn málsins á stjórnsýslustigi.

9. gr.
    Í stað orðsins „Skattstjóri“ í 3. málsl. 1. tölul. og 2. málsl. 7. tölul. 73. gr. og í stað orðsins „skattstjóra“ í 2. málsl. 78. gr. laganna kemur: Ríkisskattstjóri; og: ríkisskattstjóra.

10. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 84. gr. laganna:
    a.    Greinin orðast svo: 
              Landið er eitt skattumdæmi og skal starfsstöðvum skipað niður samkvæmt ákvörðun fjármálaráðherra að fengnum tillögum ríkisskattstjóra.
    b.    Fyrirsögn greinarinnar fellur brott.

11. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 85. gr. laganna:
    a.    Greinin orðast svo: 
              Fjármálaráðherra skipar ríkisskattstjóra til fimm ára í senn. Engan má skipa í það embætti nema hann uppfylli eftirgreind skilyrði:
              1.    Hafi óflekkað mannorð eða hafi ekki hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað, slíkan sem um ræðir í 1. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga. 
              2.    Sé lögráða og hafi forræði fjár síns. 
              3.    Sé íslenskur ríkisborgari. 
              4.    Hafi lokið prófi í lögfræði, hagfræði eða viðskiptafræði eða sé löggiltur endurskoðandi. Víkja má þó frá ákvæði þessa töluliðar ef maður hefur aflað sér víðtækrar sérmenntunar eða sérþekkingar um skattalöggjöf og framkvæmd hennar.
        Þá ræður ráðherra vararíkisskattstjóra sem skal fullnægja sömu skilyrðum og ríkisskattstjóri.
    b.    Fyrirsögn greinarinnar fellur brott.

12. gr.
    86. gr. laganna fellur brott.

13. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 87. gr. laganna:
    a.    Greinin orðast svo: 
              Ríkisskattstjóra er heimilt að ráða umboðsmenn til að sinna afmörkuðum verkefnum vegna skattframkvæmdar.
    b.    Fyrirsögn greinarinnar fellur brott.

14. gr.
    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 2. málsl. 88. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

15. gr.
    Fyrirsögn VIII. kafla laganna orðast svo: Ríkisskattstjóri, skattrannsóknarstjóri o.fl.

16. gr.
    89. gr. laganna fellur brott.

17. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 90. gr. laganna:
    a.    Í stað orðanna „skattstjóra eða umboðsmanni hans“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.
    b.    Í stað orðsins „skattstjóra“ og orðanna „skattstjóri eða umboðsmaður hans“ í 1. málsl. 6. mgr. kemur: ríkisskattstjóra; og: ríkisskattstjóri.
    c.    Í stað orðsins „skattstjóra“ og orðsins „skattstjóri“ í 1. málsl. 7. mgr. kemur: ríkisskattstjóra; og: ríkisskattstjóri.

18. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 92. gr. laganna:
    a.    Í stað orðanna „skattstjóra eða umboðsmanni hans“ í 1. málsl. 1. mgr., 2. mgr. og 4. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.
    b.    Í stað orðanna „afhenda skattstjóra eða umboðsmanni hans skýrslu“ í 6. mgr. kemur: honum sé afhent skýrsla.

19. gr.
    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 3. mgr. 93. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

20. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 94. gr. laganna:
    a.    4. málsl. 1. mgr. orðast svo: Með skattyfirvöldum í þessari grein er átt við ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra ríkisins.
    b.    Í stað orðanna „skattstjóri, ríkisskattstjóri og menn, sem þeir fela“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: ríkisskattstjóri og menn, sem hann felur.

21. gr.
    Í stað orðsins „skattstjóri“ í 1.–4. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 95. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóri.

22. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 96. gr. laganna:
    a.    Í stað orðsins „skattstjóri“ hvarvetna í 1.–3. málsl. 1. mgr., 1. og 2. málsl. 3. mgr.,1. og 2. málsl. 4. mgr. og í 6. mgr. kemur: ríkisskattstjóri.
    b.    1. málsl. 5. mgr. orðast svo: Ríkisskattstjóri skal innan tveggja mánaða að jafnaði kveða upp rökstuddan úrskurð um endurákvörðun álagningar og senda hann í ábyrgðarbréfi, almennri póstsendingu eða rafrænt til skattaðila eða þess sem framtalsskyldan hvílir á.
    c.    3. málsl. 5. mgr. fellur brott.

23. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 98. gr. laganna:
    a.    Í stað orðanna „Þegar skattstjórar hafa lokið álagningu á skattaðila skulu þeir“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Þegar ríkisskattstjóri hefur lokið álagningu á skattaðila skal hann; og orðin „í umdæminu“ í sama málslið falla brott.
    b.    Í stað orðsins „skattstjóri“ í 3., 4. og 5. málsl. 1. mgr. kemur: ríkisskattstjóri.
    c.    Orðin „ríkisskattstjóra og“ í 5. málsl. 1. mgr. falla brott.
    d.    Í stað orðanna „skulu skattstjórar“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: skal ríkisskattstjóri; og orðin „í umdæminu“ í sama málslið falla brott.
    e.    Orðin „í hverju sveitarfélagi“ í 2. málsl. 2. mgr. falla brott.
    f.    Í stað orðanna „Skattstjóri eða umboðsmaður hans“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: Ríkisskattstjóri.

24. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 99. gr. laganna:
    a.    1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Nú telur skattaðili skatt sinn eða skattstofn, þar með talin rekstrartöp, ívilnun skv. 65. gr. og reikningsár skv. 1. mgr. 59. gr., ekki rétt ákveðinn og getur hann þá sent rökstudda kæru, skriflega eða rafræna, í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður, studda nauðsynlegum gögnum, til ríkisskattstjóra innan 30 daga frá dagsetningu auglýsingar ríkisskattstjóra um að álagningu skv. 1. mgr. 98. gr. sé lokið.
    b.    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 2. málsl. 1. mgr. og orðsins „skattstjóri“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: ríkisskattstjóra; og: ríkisskattstjóri.
    c.    Í stað 4.–6. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Úrskurðir ríkisskattstjóra skulu rökstuddir og sendir kærendum í ábyrgðarbréfi, almennri póstsendingu eða rafrænt í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.
    d.    Orðin „ríkisskattstjóra og“ í 7. málsl. 1. mgr. falla brott.
    e.    2. mgr. orðast svo: 
              Úrskurðir skulu uppkveðnir og undirritaðir af ríkisskattstjóra eða þeim starfsmönnum hans sem fengið hafa til þess sérstaka heimild.
    f.    Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Kærur til ríkisskattstjóra.

25. gr.
    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 100. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

26. gr.
    101. gr. laganna orðast svo:
    Ríkisskattstjóri skal hafa með höndum álagningu opinberra gjalda samkvæmt lögum þessum og lögum um aðra skatta og gjöld sem honum er falin framkvæmd á. Ríkisskattstjóri skal í því skyni setja framkvæmdar- og starfsreglur ásamt leiðbeiningum og verklagsreglum. Ríkisskattstjóri skal enn fremur birta reglur og ákvarðanir sem hann metur að hafi þýðingu fyrir skattaðila og eftir atvikum gefa út og hafa til sölu.
    Ríkisskattstjóri getur að eigin frumkvæði eða samkvæmt beiðni leiðrétt álagningu á skattaðila ef yfirskattanefnd eða dómstólar hafa í hliðstæðu máli hnekkt skattframkvæmd sem skattskil eða ákvörðun skattstjóra eða ríkisskattstjóra var byggð á. Breyting af þessu tilefni getur tekið til skattstofns eða skatts frá og með því tekjuári sem um var fjallað í máli því sem hliðstætt er talið, þó lengst sex ár aftur í tímann, talið frá því ári þegar úrskurður eða dómur var kveðinn upp. Beiðni um endurupptöku skal borin fram innan eins árs frá því að skattaðila var eða mátti vera kunnugt um tilefni hennar. Skattaðila er heimilt að kæra breytingar til yfirskattanefndar, sbr. lög nr. 30/1992, svo og má bera synjun um breytingu á skattákvörðun samkvæmt þessari málsgrein undir yfirskattanefnd.

27. gr.
    102. gr. laganna orðast svo:
    Ríkisskattstjóri annast skatteftirlit samkvæmt lögum þessum og lögum um aðra skatta og gjöld sem honum er falin framkvæmd á. Skatteftirlit tekur til hvers konar könnunar á réttmæti skattskila fyrir og eftir álagningu opinberra gjalda og samtímaeftirlits með rekstraraðilum, svo og annarra aðgerða sem ætlað er að tryggja að skattaðilar standi skil á lögboðnum skýrslum og upplýsingum um skattstofn eða skattskyldu manna og lögaðila.

28. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 103. gr. laganna:
    a.    Í stað orðanna „skattstjórum eða þeim falin framkvæmd á“ í 1. mgr. kemur: ríkisskattstjóra eða honum falin framkvæmd á.
    b.    Orðin „og 5. mgr. 101. gr.“ í 2. málsl. 2. mgr. falla brott.
    c.    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 3. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.
    d.    Orðin „skattstjórum og“ í 3. mgr. falla brott.
    e.    Í stað orðanna „sbr. 3. mgr. 101. gr., nema hann feli hana skattstjóra“ í 6. mgr. kemur: sbr. 96. og 97. gr.

29. gr.
    105. gr. laganna fellur brott.

30. gr.
    1. málsl. 1. mgr. 106. gr. laganna orðast svo: Fjármálaráðherra hefur eftirlit með því að ríkisskattstjóri og skattrannsóknarstjóri ræki skyldur sínar.

31. gr.
    Orðið „skattstjórum“ í 107. gr. laganna fellur brott.

32. gr.
    Í stað orðsins „skattstjóri“ í 1. og 2. málsl. 1. mgr. og 1. og 2. málsl. 2. mgr. 108. gr. laganna og í stað orðsins „skattstjóra“ í 4. málsl. 1. mgr. og 4. mgr. sömu greinar kemur: ríkisskattstjóri; og: ríkisskattstjóra.

33. gr.
    Í stað orðanna „Skattstjórum, umboðsmönnum skattstjóra, ríkisskattstjóra“ í 1. málsl. 1. mgr. 117. gr. laganna kemur: Ríkisskattstjóra.

34. gr.
    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 5. mgr. 119. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra; og í stað orðsins „Ríkisskattstjóra“ í 120. gr. laganna kemur: Fjármálaráðherra.

35. gr.
    Í stað orðanna „skattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins, ríkisskattstjóra“ í 1. mgr. 121. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins.

36. gr.
    123. gr. laganna fellur brott.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda,
með síðari breytingum.

37. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
    a.    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 1. málsl. 1. mgr. og þrisvar í 2. málsl. 3. mgr. og í stað orðsins „skattstjóri“ í 1. og 2. málsl. 2. mgr. og 1. og 3. málsl. 3. mgr. kemur: ríkisskattstjóra; og: ríkisskattstjóri.
    b.    Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Úrskurður ríkisskattstjóra samkvæmt ákvæði þessu skal vera endanleg úrlausn málsins á staðgreiðsluári.
    c.    4. mgr. fellur brott.

38. gr.
    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 2. og 3. málsl. 4. mgr. 11. gr., 1. og 2. málsl. 3. mgr. og 1. og 2. málsl. 4. mgr. 12. gr., 1. og 3. málsl. 2. mgr. 14. gr. og 2. málsl. og fyrirsögn 21. gr. laganna og í stað orðsins „skattstjóri“ í 4. málsl. 4. mgr. 11. gr., 5. málsl. 2. mgr. 20. gr. og 1. málsl. 21. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra; og: ríkisskattstjóri.

39. gr.
    21. gr. a laganna fellur brott.

40. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 24. gr. laganna:
    a.    2. mgr. fellur brott.
    b.    Orðin „og breytt ákvörðun skattstjóra ef ástæða er til“ í 1. málsl. 3. mgr. falla brott.
    c.    Orðið „skattstjórum“ í 2. málsl. 3. mgr. fellur brott.

41. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 25. gr. laganna:
    a.    Í stað orðanna „skattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og ríkisskattstjóra“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra ríkisins.
    b.    Í stað orðanna „skattstjóri, ríkisskattstjóri og menn, sem þeir fela“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: ríkisskattstjóri og menn sem hann felur.

42. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 26. gr. laganna:
    a.    1. mgr. orðast svo: 
              Ríkisskattstjóri annast skatteftirlit samkvæmt lögum þessum. Skatteftirlit tekur til hvers konar könnunar á réttmæti staðgreiðsluskila og samtímaeftirlits með rekstraraðilum, svo og annarra aðgerða sem ætlað er að tryggja að skattaðilar standi skil á lögboðnum skýrslum og upplýsingum um staðgreiðsluskyldu, stofn og afdrátt staðgreiðslu.
    b.    Í stað orðanna „skattstjóri eða ríkisskattstjóri vísa til hans, sbr. 5. mgr. 96. gr. og 5. mgr. 101. gr.“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: ríkisskattstjóri vísar til hans, sbr. 6. mgr. 96. gr.
    c.    Orðin „nema hann feli hana skattstjóra, sbr. 3. mgr. 101. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt“ í 3. mgr. falla brott.

43. gr.
    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 1. málsl. 4. mgr. 28. gr. og 1. málsl. 4. mgr. 29. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra; og í stað orðsins „skattstjóri“ í 2. málsl. 4. mgr. og 6. mgr. 28. gr. og orðsins „skattstjórar“ í 33. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóri.

44. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 34. gr. laganna:
    a.    1. mgr. orðast svo: 
              Þegar ríkisskattstjóri hefur lokið ákvörðun og álagningu tekjuskatts og útsvars, sbr. 9. gr., skal hann útbúa skrá um þessa álögðu skatta og gjöld sem nefnd skal álagningarskrá.
    b.    Í stað orðanna „Að móttekinni álagningarskrá skv. 1. mgr. skal ríkisskattstjóri ákveða“ í 2. mgr. kemur: Ríkisskattstjóri skal ákveða.

45. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 35. gr. laganna:
    a.    Orðið „skattstjóra“ í 1. málsl. 1. mgr. fellur brott.
    b.    Í stað orðsins „skattstjórum“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum.
46. gr.
    Í stað orðanna „skattstjóra þar sem aðilar eiga lögheimili“ í 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

47. gr.
    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 1. málsl. 1. mgr. 5. gr., 3. málsl. 1. mgr. og 2. málsl. 2. mgr. 10. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra; og í stað orðsins „Skattstjórar“ í 2. málsl. 1. mgr. 8. gr. og orðsins „Skattstjóri“ í 1. og 2. málsl. 2. mgr. 8. gr., 3. og 4. málsl. 5. mgr. 9. gr. og 1. málsl. 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: Ríkisskattstjóri.

48. gr.
    3. málsl. 1. mgr. 8. gr. laganna fellur brott.

49. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
    a.    Í stað orðanna „þess skattstjóra sem annaðist álagningu gjaldsins“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.
    b.    Í stað orðsins „skattstjóri“ í 5. málsl. 1. mgr. kemur: ríkisskattstjóri.
    c.    Í stað orðanna „og ríkisskattstjóri geta skotið úrskurði skattstjóra“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: getur skotið úrskurði ríkisskattstjóra.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald, með síðari breytingum.
50. gr.
    Í stað orðanna „Fjármálaráðherra felur tilteknum skattstjóra eða ríkisskattstjóra“ í 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: Ríkisskattstjóri fer með.

V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.
51. gr.
    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 2. málsl. 5. mgr. 2. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

52. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
    a.    Í stað orðanna „skattstjóra þar sem hann er heimilisfastur“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.
    b.    Í stað orðsins „skattstjóri“ í 2. og 4. mgr. og orðsins „skattstjóra“ í 4. mgr. kemur: ríkisskattstjóri; og: ríkisskattstjóra.

53. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. A laganna:
    a.    Í stað orðsins „Skattstjóri“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Ríkisskattstjóri.
    b.    Í stað orðanna „skattstjóra í því skattumdæmi þar sem móðurfélagið er heimilisfast“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.

54. gr.
    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 1. málsl. 4. mgr. 6. gr., 2. málsl. 7. mgr. 16. gr., 3. mgr., 1. og 4. málsl. 4. mgr., 5. mgr. og 6. mgr. 24. gr., 2. málsl. 5. mgr. 25. gr., 3. málsl. 1. mgr., 1. og 2. málsl. 2. mgr., 3. málsl. 3. mgr. og 4. málsl. 4. mgr. 26. gr., 1. málsl. 1. mgr., 2. mgr. og 4. mgr. 29. gr., 1. málsl. 1. mgr. 33. gr., 1. málsl. 3. mgr. 35. gr. og 4. málsl. 1. mgr. 42. gr. og orðsins „skattyfirvöldum“ í 2. málsl. 4. mgr. 12. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra; og í stað orðsins „skattstjóri“ í 2. málsl. 4. mgr. 6. gr., 1. mgr., 2., 4. og 5. málsl. 2. mgr., 1. og 2. málsl. 3. mgr., 3. og 4. málsl. 4. mgr. og 1. málsl. 5. mgr. 25. gr., tvívegis í 1. málsl. og 2. málsl. 1. mgr., 1. og 2. málsl. 3. mgr. og tvívegis í 1. málsl. 4. mgr. 26. gr. og í 3. mgr. 29. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóri.

55. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 26. gr. laganna:
    a.    Á eftir orðinu „ábyrgðarbréfi“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: almennri póstsendingu eða rafrænt.
    b.    3. málsl. 4. mgr. fellur brott.
    c.    Orðin „skattstjóri eða“ í 6. mgr. falla brott.

56. gr.
    Á eftir orðinu „ábyrgðarbréfi“ í 3. mgr. 29. gr. laganna kemur: almennri póstsendingu eða rafrænt.

57. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 38. gr. laganna:
    a.    Í stað orðanna „skattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og ríkisskattstjóra“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra ríkisins.
    b.    Í stað orðanna „skattstjóri, ríkisskattstjóri og menn, sem þeir fela“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: ríkisskattstjóri og menn, sem hann felur.

58. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 39. gr. laganna:
    a.    1.–3. mgr. falla brott.
    b.    Orðin „skattstjóri eða“ í 2. málsl. 4. mgr. falla brott.
    c.    Í stað orðsins „skattstjórum“ í 3. málsl. 4. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.
    d.    Orðin „nema hann feli hana skattstjóra“ í 5. mgr. falla brott.

59. gr.
    45. gr. laganna fellur brott.

60. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 46. gr. laganna:
    a.    Í stað orðanna „Skattstjórar skulu“ í 1. málsl. kemur: Ríkisskattstjóri skal.
    b.    Orðin „í umdæminu“ í 1. málsl. falla brott.
    c.    Í stað orðanna „Skattstjóri eða umboðsmaður hans“ í 3. málsl. kemur: Ríkisskattstjóri.

61. gr.
    Í stað orðanna „skattstjórar, skattrannsóknarstjóri ríkisins, ríkisskattstjóri“ í 1. málsl. 47. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóri, skattrannsóknarstjóri ríkisins.

VI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum.
62. gr.
    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 2. málsl. 3. mgr. 10. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

63. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
    a.    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 1. mgr. og orðsins „skattstjóri“ í 4. og 6. mgr. kemur: ríkisskattstjóra; og: ríkisskattstjóri.
    b.    7. mgr. fellur brott.

64. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
    a.    Í stað orðanna „Skattstjórar skulu“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Ríkisskattstjóri skal.
    b.    Í stað orðanna „Þeir skulu“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: Hann skal.
    c.    Í stað orðsins „skattstjóri“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: ríkisskattstjóri.

VII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 21/1992, um Lánasjóð íslenskra námsmanna,
með síðari breytingum.

65. gr.
    Í stað orðsins „Skattstjórum“ í 4. mgr. 14. gr. laganna kemur: Ríkisskattstjóra.

VIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 30/1992, um yfirskattanefnd, með síðari breytingum.
66. gr.
    Í stað orðanna „skattstjórar og ríkisskattstjóri úrskurða um“ í 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóri úrskurðar um.

67. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
    a.    Orðin „skattstjóra og“ í 1. mgr. falla brott.
    b.    2. mgr. orðast svo: 
              Viðkomandi sveitarfélagi er eftir atvikum heimilt að kæra úrskurði ríkisskattstjóra til nefndarinnar með sama hætti og skattaðilar og að uppfylltum sömu skilyrðum.

68. gr.
    Orðin „skattstjóra eða“ í 1. mgr. og 2. málsl. 2. mgr. 5. gr. laganna falla brott.

69. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
    a.    Í stað orðanna „Hafi ríkisskattstjóri kært úrskurð skattstjóra“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: Hafi sveitarfélag kært úrskurð ríkisskattstjóra.
    b.    3. málsl. 1. mgr. fellur brott.
    c.    Orðið „skattstjóra“ tvívegis í 2. mgr. fellur brott.
    d.    Orðin „frá skattstjóra“ í 1. málsl. 3. mgr. falla brott.

70. gr.
    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 2. málsl. 1. mgr. 9. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

71. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. laganna:
    a.    Í stað orðsins „skattstjóra“ tvívegis í 1. málsl. 1. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.
    b.    2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Nefndin skal tilkynna skattaðila og umboðsmanni hans um þá ákvörðun.
    c.    Í stað orðsins „skattstjóri“ í 2. mgr. kemur: ríkisskattstjóri.

72. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
    a.    Í stað orðanna „hafa legið fyrir skattstjóra“ í 1. málsl. kemur: lágu fyrir.
    b.    5. málsl. fellur brott.

73. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
    a.    Í stað orðanna „gefa út“ kemur: birta á vefsíðu sinni.
    b.    Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Birting úrskurða.

74. gr.
    Orðin „samhliða því að endurrit úrskurðar er sent skattstjóra“ í 1. málsl. 18. gr. laganna falla brott.

IX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 97/1993, um Húsnæðisstofnun ríkisins, með síðari breytingum.
75. gr.
    Í stað orðsins „Skattstjórum“ í 3. mgr. 79. gr. laganna kemur: Ríkisskattstjóra.

X. KAFLI
Breyting á lögum nr. 113/1994, um eftirlaun til aldraðra, með síðari breytingum.
76. gr.
    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 2. málsl. 2. mgr. og 3. mgr. 6. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

77. gr.
    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 3. málsl. 2. mgr. og 3. mgr. 11. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

78. gr.
    Í stað orðsins „skattstjórum“ í 2. málsl. 2. mgr. 17. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

XI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga, með síðari breytingum.
79. gr.
    Í stað orðsins „skattstjóri“ í 3. mgr. 21. gr. og 1. málsl. 1. mgr. og 1. málsl. 2. mgr. 25. gr. og orðsins „skattstjórar“ í 1. mgr. 22. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóri; og í stað orðsins „skattstjóra“ í 2. málsl. 2. mgr. 25. gr. og 31. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

80. gr.
    Í stað orðanna „hlutaðeigandi skattstjóra“ í 7. mgr. 24. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

81. gr.
    Í stað 1. og 2. málsl. 26. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Ríkisskattstjóri semur skrá um álagt útsvar í hverju sveitarfélagi að lokinni álagningu.

82. gr.
    Orðin „eða ábendingu skattstjóra“ í 2. mgr. 34. gr. laganna falla brott.

XII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins,
með síðari breytingum.

83. gr.
    10. tölul. 1. mgr. 22. gr. laganna orðast svo: Ríkisskattstjóri, skattrannsóknarstjóri ríkisins og yfirskattanefndarmenn sem hafa það starf að aðalstarfi.

XIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur,
með síðari breytingum.

84. gr.
    Í stað orðsins „skattstjóri“ í 2. málsl. 3. mgr. 1. gr., 2.–4. mgr. 9. gr., 1. málsl. 2. mgr. og tvívegis í 2. málsl. 2. mgr. 13. gr., 3. málsl. 1. mgr. 16. gr. og 1. málsl. 1. mgr., 2. málsl. 4. mgr. og 1. málsl. 6. mgr. 17. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóri; og í stað orðsins „skattstjóra“ í 1. mgr. og tvívegis í 3. mgr. 13. gr., 1. málsl. 4. mgr. og 2. málsl. 6. mgr. 17. gr. og 1. málsl. 3. mgr. 18. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

85. gr.
    5. mgr. 9. gr. laganna fellur brott.

86. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
    a.    Orðin „og breytt ákvörðun skattstjóra ef ástæða er til“ í 1. málsl. 1. mgr. falla brott.
    b.    Orðið „skattstjórum“ í 2. málsl. 1. mgr. fellur brott.

87. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
    a.    Í stað orðanna „skattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og ríkisskattstjóra“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra ríkisins.
    b.    Í stað orðanna „geta skattstjóri og ríkisskattstjóri krafist“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: er ríkisskattstjóra heimilt að krefjast.
    c.    Í stað orðanna „hafa þessir aðilar“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: hefur ríkisskattstjóri.

88. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr. laganna:
    a.    Í stað 1. og 2. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Ríkisskattstjóri annast skatteftirlit.
    b.    4. málsl. 1. mgr. fellur brott.
    c.    Í stað orðanna „skattstjóri eða ríkisskattstjóri vísa til hans skv. 1. mgr. svo og 5. mgr. 96. gr. og 4. mgr. 101. gr.“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: ríkisskattstjóri vísar til hans skv. 1. mgr. svo og 6. mgr. 96. gr.
    d.    Orðin „nema hann feli hana skattstjóra, sbr. 3. mgr. 101. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt“ í 3. mgr. falla brott.

XIV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 84/1997, um búnaðargjald, með síðari breytingum.
89. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
    a.    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.
    b.    Í stað orðsins „Skattstjóri“ í 4. málsl. 2. mgr. kemur: Ríkisskattstjóri.

90. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
    a.    Í stað orðanna „skattstjóra eða umboðsmanns hans“ í 1. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.
    b.    Orðin „á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður“ í 1. mgr. falla brott.
    c.    Í stað orðsins „skattstjóri“ í 2. mgr. kemur: ríkisskattstjóri.
    d.    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 3. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.

XV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 138/1997, um húsaleigubætur, með síðari breytingum.
91. gr.
    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 2. tölul. 11. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

XVI. KAFLI
Breyting á áfengislögum nr. 75/1998, með síðari breytingum.
92. gr.
    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 1. mgr. 5. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

XVII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 91/1998, um bindandi álit í skattamálum,
með síðari breytingum.

93. gr.
    Orðin „skattstjóra eða“ í 1. mgr. 1. gr. laganna falla brott.

XVIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum.
94. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
    a.    Í stað orðanna „skattstjórar leggja“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: ríkisskattstjóri leggur.
    b.    Í stað orðsins „Skattstjóri“ í 5. málsl. 2. mgr. kemur: Ríkisskattstjóri.

XIX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 162/2002, um úrvinnslugjald, með síðari breytingum.
95. gr.
    Í stað orðsins „Skattstjóra“ í 1. málsl. 9. mgr. 7. gr. a laganna kemur: Ríkisskattstjóra.

96. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
    a.    Í stað orðanna „skattstjóra þar sem aðili hefur lögheimili“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.
    b.    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 2. og 3. málsl. 3. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.

97. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
    a.    Í stað orðsins „Skattstjórar“ í 2. málsl. kemur: Ríkisskattstjóri.
    b.    3. málsl. fellur brott.

98. gr.
    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 2. málsl. 10. gr. a og orðsins „Skattstjóri“ í 2. og 3. málsl. 1. mgr. 12. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra; og: Ríkisskattstjóri.

99. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
    a.    2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Kæru skal beint til tollstjóra eða til ríkisskattstjóra.
    b.    Orðið „skattstjóri“ í 5. málsl. 1. mgr. fellur brott.
    c.    Í stað orðanna „og ríkisskattstjóri geta skotið úrskurði skattstjóra“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: getur skotið úrskurði ríkisskattstjóra.

XX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 14/2004, um erfðafjárskatt, með síðari breytingum.
100. gr.
    Í stað orðanna „skattstjóra í sínu skattumdæmi“ í 2. málsl. 5. mgr. 7. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

101. gr.
    Í stað orðanna „skattstjóra í sínu umdæmi“ í 2. mgr. 8. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

102. gr.
    Í stað orðsins „skattstjóri“ í 1.–3. málsl. 9. gr., þrisvar í 1. málsl. og 2. málsl. 1. mgr. og 2.–4. mgr. 10. gr. og 1. mgr. 13. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóri; og í stað orðsins „skattstjóra“ í 1. málsl. 17. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

103. gr.
    Í stað orðanna „skattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og ríkisskattstjóra“ í 1. mgr. 12. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra ríkisins.

XXI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald,
með síðari breytingum.

104. gr.
    3. málsl. 2. gr. laganna fellur brott.

XXII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 50/2005, um skattskyldu orkufyrirtækja.
105. gr.
    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 6. mgr. 3. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

XXIII. KAFLI
Breyting á tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum.
106. gr.
    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 3. tölul. 2. mgr. 24. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

XXIV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 6/2007, um Ríkisútvarpið ohf., með síðari breytingum.
107. gr.
    Í stað orðanna „skattstjórar leggja“ í 1. málsl. 1. tölul. 1. mgr. 11. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóri leggur.

XXV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
108. gr.
    Í stað orðanna „viðkomandi skattstjóra“ í d-lið 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra.

XXVI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 86/2007, um skattlagningu kaupskipaútgerðar,
með síðari breytingum.

109. gr.
    Í stað orðsins „skattstjóra“ í 1. og 3. málsl. 1. mgr. 2. gr. og orðsins „skattstjóri“ í 2. málsl. 14. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra; og: ríkisskattstjóri.

XXVII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingum.
110. gr.
    Í stað orðsins „skattstjóri“ í 1. mgr. 59. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóri.

XXVIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 170/2008, um skattlagningu kolvetnisvinnslu.
111. gr.
    Í stað orðanna „lagðir á af skattstjóranum í Reykjavík“ í 1. málsl. 1. mgr. 21. gr. laganna kemur: lagðir á af ríkisskattstjóra.

112. gr.
    Í stað orðanna „skattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins, ríkisskattstjóra“ í 1. mgr. 22. gr. laganna kemur: ríkisskattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins.

113. gr.
    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2010.

Ákvæði til bráðabirgða.
I.
    Ríkisskattstjóri skal taka við öllum óloknum málum skattstjóra á hvaða stigi sem þau kunna að standa þegar lög þessi öðlast gildi. Þannig skal ríkisskattstjóri taka við öllum óloknum kærum, erindum, fyrirspurnum og öðrum þeim málum þar sem skattstjóri hefur ekki lokið málsmeðferð samkvæmt þeim lögum sem honum er falin framkvæmd á. Ákvæði um réttindi og skyldur þar sem vísað er til fyrri ákvarðana skattstjóra skulu halda gildi sínu þrátt fyrir að ríkisskattstjóri komi í þeirra stað.

II.
    Stöður skattstjóra skv. 85. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, og 10. tölul. 1. mgr. 22. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, eru lagðar niður frá og með 1. janúar 2010 og skal þeim sem gegna embætti skattstjóra boðið starf hjá embætti ríkisskattstjóra. Um biðlaunarétt gilda ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Frá og með 1. janúar 2010 skulu störf starfsmanna skattstjóra færast til embættis ríkisskattstjóra. Ákvæði 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, gilda ekki um störf sem ráðið er í samkvæmt þessu ákvæði.

Gjört í Reykjavík, 29. desember 2009.

Ólafur Ragnar Grímsson.
(L. S.)

Steingrímur J. Sigfússon.

A deild - Útgáfud.: 30. desember 2009