Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 132/2013

Nr. 132/2013 23. desember 2013
LÖG
um breytingu á lögum nr. 160/2011, um svæðisbundna flutningsjöfnun, með síðari breytingum (byggðakort, upptalning sveitarfélaga, gildistími).

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.
    1. tölul. 3. gr. laganna orðast svo: Byggðakort: Kort af Íslandi sem samþykkt er af Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) fyrir tiltekið tímabil þar sem fram kemur á hvaða svæðum á Íslandi er heimilt að veita byggðaaðstoð og að hvaða marki slík aðstoð er heimil.

2. gr.
    Á eftir orðinu „Langanesbyggð“ í 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: Tjörneshreppur.

3. gr.
    Í stað orðanna „31. desember 2013“ í 11. gr. laganna kemur: 31. desember 2020.

4. gr.
    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2014.

Gjört á Bessastöðum, 23. desember 2013.

Ólafur Ragnar Grímsson.
(L. S.)

Sigurður Ingi Jóhannsson.

A deild - Útgáfud.: 30. desember 2013