Samkvæmt tillögu forsætisráðherra og með skírskotun til 15. gr. stjórnarskrárinnar, laga um Stjórnarráð Íslands og forsetaúrskurðar um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti, er hér með gerð eftirfarandi breyting á forsetaúrskurði, nr. 72/2013, um skiptingu starfa ráðherra:
1. gr.
4. gr. úrskurðarins orðast svo ásamt fyrirsögn:
Innanríkisráðuneyti.
Hanna Birna Kristjánsdóttir
fer með stjórnarmálefni sem heyra undir innanríkisráðuneytið skv. 1. tölul., d.-h. lið 4. tölul., 5.-7. tölul., 9.-11. tölul., b. lið 14. tölul., 13. tölul. og 15.-37. tölul. 4. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið innanríkisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
fer með stjórnarmálefni sem heyra undir innanríkisráðuneytið skv. 2. og 3. tölul., a.-c. lið 4. tölul., 8. tölul., 12. tölul. og a. og c.-j. lið 14. tölul. 4. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið dómsmálaráðherra.
2. gr.
Forsetaúrskurður þessi öðlast þegar gildi.
Gjört á Bessastöðum, 26. ágúst 2014.
Ólafur Ragnar Grímsson.
(L. S.)
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
|