Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1264/2008

Nr. 1264/2008 30. október 2008
REGLUGERÐ
um samræmingu á tæknikröfum og stjórnsýslumeðferð á sviði flugmála.

1. gr.

Markmið.

Með þessari reglugerð er stuðlað að auknu öryggi í flugi með því að samræma tækni­kröfur og stjórnsýslumeðferð á sviði flugmála.

2. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um samhæfingu tæknikrafna og stjórnsýslumeðferðar í almennings­flugi við starfrækslu og viðhald loftfars og þá aðila og fyrirtæki sem taka þátt í slíkum verkefnum.

Tæknikröfur og stjórnsýslumeðferð sem um getur í 1. mgr. gilda um loftför sem flug­rek­endur nota, í samræmi við skilgreiningu um samræmingu á tæknikröfum og stjórnsýslu­meðferð á sviði flugmála, sem birt er sem fylgiskjal I við reglugerð þessa, hvort heldur þau eru skráð í aðildarríki eða í þriðja landi.

3. gr.

Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirtaldar reglugerðir Evrópuþingsins og ráðsins og framkvæmdastjórnarinnar með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

  1. Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 3922/91 frá 16. desember 1991 um samræmingu á tæknikröfum og stjórnsýslumeðferð á sviði flugmála, (birt í sérstakri útgáfu EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, bók 4, bls. 517), sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 7/1994, birt 28. júní 1994 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 17, bls. 76;
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EBE) nr. 2176/96 frá 13. nóvember 1996 um breytingar á reglugerð ráðsins nr. 3922/91 um samræmingu á tæknikröfum og stjórnsýslumeðferð á sviði flugmála, með tilliti til framfara á sviði vísinda og tækni, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 18/1997, birt 10. júlí 1997 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 29, bls. 88;
  3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EBE) nr. 1069/1999 frá 25. maí 1999 um breytingu á reglugerð ráðsins nr. 3922/91 um samræmingu á tæknikröfum og stjórn­sýslu­meðferð á sviði flugmála, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 181/1999, birt 15. mars 2001 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 14, bls. 128;
  4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EBE) nr. 2871/2000 frá 28. desember 2000 um breytingar á reglugerð ráðsins (EBE) nr. 3922/91 um samræmingu á tækni­kröfum og stjórnsýslumeðferð á sviði flugmála, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 78/2001, birt 6. september 2001 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 44, bls. 23;
  5. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1899/2006 frá 12. desember 2006 um breytingu á reglugerð ráðsins nr. 3922/91 um samræmingu á tæknikröfum og stjórnsýslumeðferð á sviði flugmála, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 120/2007, birt 21. febrúar 2008 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 9, bls. 36;
  6. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1900/2006 frá 20. desember 2006 um breytingu á reglugerð ráðsins nr. 3922/91 um samræmingu á tæknikröfum og stjórnsýslumeðferð á sviði flugmála, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 120/2007, birt 21. febrúar 2008 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 9, bls. 36;
  7. Reglugerð ráðsins (EB) nr. 8/2008 frá 11. desember 2007 um breytingu á reglugerð ráðsins nr. 3922/91 um samræmingu á tæknikröfum og stjórnsýslu­meðferð á sviði flugmála, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 70/2008, birt 25. september 2008 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 58, bls. 15 og
  8. Reglugerð ráðsins (EB) nr. 859/2008 frá 20. ágúst 2008 um breytingu á reglugerð ráðsins nr. 3922/91 um samræmingu á tæknikröfum og stjórnsýslumeðferð á sviði flugmála.

4. gr.

Viðurlög.

Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða refsingu samkvæmt 141. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.

5. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 20. gr. og 80. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum, staðfestist hér með til þess að öðlast þegar gildi. Samhliða fellur úr gildi 4. töluliður (66a.) 1. gr. auglýsingar nr. 439/1994 um gildis­töku ákvæða er leiða af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið vegna flug­mála.

Samgönguráðuneytinu, 30. október 2008.

Kristján L. Möller.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)

B deild - Útgáfud.: 22. janúar 2009