Útreikningur frádráttarbærs hluta leigugreiðslna rekstrarárið 2011 vegna fjármögnunarleigu á fólksbifreiðum fyrir færri en 9 menn, þó að undanskildum leigubifreiðum, skal vera sem hér segir: - Fyrningargrunnur telst vera kaupverð bifreiðar eins og það er ákveðið við kaup leigusala (fjármögnunarleigufyrirtækis) á viðkomandi bifreið að frádregnum áður fengnum fyrningum.
- Til frádráttar hjá leigutaka á rekstrarárinu 2011 telst 20% fyrning af fyrningargrunni skv. 1. tölul. hér að framan, að viðbættum 5,3% vöxtum reiknuðum hlutfallslega miðað við upphaf eða lok leigutíma á árinu 2011. Vextir reiknast af fyrningargrunni.
- Fyrning skv. 2. tölul. hér að framan er heimil að fullu rekstrarárið 2011, hvort sem leigutímabilið hefst eða því lýkur á því ári.
Reykjavík, 30. desember 2011. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. |