Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 634/2007

Nr. 634/2007 12. júlí 2007
GJALDSKRÁ
um innheimtu sérstaks löggæslukostnaðar vegna skemmtanahalds.

1. gr.

Tímagjald lögreglumanna samkvæmt a-lið 3. mgr. 31. gr. reglugerðar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 585 29. júní 2007, skal vera 3.495 krónur. Grundvöllur gjaldsins er eftirfarandi:

Laun pr. klst. skv. launatöflu lögreglumanna 1. maí 2007:

 

kr.  

Launaflokkur 10-4:

 

2.397

Álag 20%:

 

   479

Samtals:

 

2.876

Launatengd gjöld 21,53%:

 

   619

Alls:

 

3.495

2. gr.

Dagpeningar lögreglumanna samkvæmt b-lið 3. mgr. 31. gr. reglugerðar nr. 585 29. júní 2007 skulu ákvarðast í samræmi við auglýsingu ferðakostnaðarnefndar fjármála­ráðuneytisins sem gildir á þeim tíma sem löggæslukostnaður er ákvarðaður.

3. gr.

Aksturskostnaður lögreglumanna samkvæmt c-lið 3. mgr. 31. gr. reglugerðar nr. 585 29. júní 2007 skal ákvarðast í samræmi við gjald sem ákveðið er í auglýsingu ferða­kostnaðar­nefndar fjármálaráðuneytisins sem gildir á þeim tíma sem löggæslu­kostnaður er ákvarðaður.

4. gr.

Kostnað vegna uppsetningar nauðsynlegs tækjabúnaðar og aðstöðu samkvæmt d- og e-lið 3. mgr. 31. gr. reglugerðar nr. 585 29. júní 2007 skal leyfishafi greiða í samræmi við útlagðan kostnað lögreglu studdan reikningum.

5. gr.

Gjaldskrá þessi, sem sett er með heimild í 5. mgr. 31. gr. reglugerðar nr. 585 29. júní 2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 7. mgr. 17. gr. laga nr. 85 29. mars 2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, öðlast þegar gildi.

Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá um innheimtu sérstaks löggæslukostnaðar vegna skemmtanahalds nr. 592 11. júlí 2006.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 12. júlí 2007.

Björn Bjarnason.

Halla Bergþóra Björnsdóttir.

B deild - Útgáfud.: 13. júlí 2007