1. gr. Heiti skilgreiningar Áhættuskuldbinding/-krafa (e. exposure) í 2. gr. verður svohljóðandi: Áhættuskuldbinding (e. exposure). 2. gr. Á eftir skilgreiningu á hugtakinu „Eftirstöðvatími" bætast við tvær skilgreiningar, svohljóðandi: Endurverðbréfun (e. re-securitisation): Verðbréfun þar sem áhætta tengd undirliggjandi safni áhættuskuldbindinga er lagskipt í hluta og að lágmarki ein undirliggjandi áhættuskuldbinding er verðbréfuð staða. Endurverðbréfuð staða: Áhættuskuldbinding vegna endurverðbréfunar. 3. gr. Skilgreining á Þynningaráhættu í 2. gr. verður svohljóðandi: Þynningaráhætta (e. dilution risk): Hætta á að krafa rýrni vegna annarra krafna á hendur lántakanda (e. means the risk that an amount receivable is reduced through cash or non-cash credits to the obligor). Þynningaráhætta telst hluti af útlánaáhættu. 4. gr. 2. og. 3. tölul. 1. mgr. 4. gr. orðast svo:
Vegna stöðuáhættu og mótaðilaáhættu liða í veltubók skal fjárhæðin metin í samræmi við ákvæði IV. kafla og vegna umframáhættu stórra áhættuskuldbindinga í samræmi við ákvæði X. kafla. Vegna gjaldeyrisáhættu liða í erlendum gjaldmiðli, vegna uppgjörsáhættu, vegna hrávöru og vegna liða sem eru tengdir erlendum gjaldmiðli og hrávöru, óháð því hvort um er að ræða liði innan eða utan veltubókar, skal eiginfjárkrafan metin í samræmi við viðauka III og IV skv. 55. gr. B. 5. gr. 10. gr. reglnanna orðast svo: Flokkun áhættuskuldbindinga. Sérhverja áhættuskuldbindingu skal flokka í einhverja af eftirfarandi tegundum áhættuskuldbindinga: Eignaliður sem er krafa á eða með ábyrgð ríkja og seðlabanka, eignaliður sem er krafa á eða með ábyrgð héraðs- og sveitarstjórna, eignaliður sem er krafa á eða með ábyrgð opinberrar stofnunar og fyrirtækja sem rekin eru með öðrum markmiðum en að hámarka hagnað, eignaliður sem er krafa á eða með ábyrgð fjölþjóða þróunarbanka, eignaliður sem er krafa á eða með ábyrgð alþjóðastofnana, eignaliður sem er krafa á eða með ábyrgð fjármálafyrirtækis, eignaliður sem er krafa á eða með ábyrgð fyrirtækja, eignaliður sem er krafa á eða með ábyrgð einstaklinga og lítilla og meðalstórra fyrirtækja (smásölu áhættuskuldbindingar), eignaliður sem er krafa tryggð með fasteignaveði, vanskil, eignaliðir í skilgreindum háum áhættuflokkum, eignaliðir sem eru sértryggð skuldabréf, verðbréfaðar stöður, skammtíma áhættuskuldbindingar gagnvart lánastofnunum og fyrirtækjum, sjóðir um sameiginlega fjárfestingu, aðrar áhættuskuldbindingar.
Áhættuvog skal vera 100% nema annað leiði af ákvæðum þessa kafla. Áhættuvog getur lækkað vegna ábyrgða og trygginga, sbr. VII. kafla. 6. gr. 1. málsl. 1. mgr. 19. gr. orðast svo: Hafi krafa verið lengur en 90 daga í vanskilum og niðurfærsla heildarkröfunnar er lægri en 20% skal ótryggður hluti hennar að frádreginni niðurfærslu hafa áhættuvog 150%. 7. gr. Í stað orðsins „lántaki" í 2. málsl. 9. mgr. 25. gr. reglnanna kemur: leigutaki. 8. gr. Við 25. gr. reglnanna bætist ný málsgrein, 10. mgr., svohljóðandi: Að undanskildum áhættuskuldbindingum sem fela í sér eignaliði sem teljast til eiginfjárþáttar A mega áhættuskuldbindingar mótaðila innan sömu samstæðu og hlutaðeigandi fjármálafyrirtæki hafa 0% áhættuvog, ef eftirtöldum skilyrðum er fullnægt: mótaðilinn er fjármálafyrirtæki, eignarhaldsfélag á fjármálasviði, fyrirtæki tengt fjármálasviði eða fyrirtæki í hliðarstarfsemi í eðlilegu framhaldi af fjármálaþjónustu fjármálafyrirtækisins, mótaðilinn er að fullu hluti af samstæðureikningsskilum fjármálafyrirtækisins, mótaðilinn lýtur sama áhættumati, -mælingu og -stýringu og fjármálafyrirtækið, mótaðilinn hefur staðfestu í sama ríki og fjármálafyrirtækið, og hvorki eru kunnar eða fyrirséðar verulegar hömlur, lagalegar eða aðrar, á tilfærslu eigin fjár né endurgreiðslu frá mótaðilanum vegna skuldbindingarinnar til fjármálafyrirtækisins.
9. gr. 1. mgr. 27. gr. orðast svo: Sérhverja áhættuskuldbindingu skal flokka í einhverja af eftirfarandi tegundum áhættuskuldbindinga og skal gæta samræmis og samkvæmni í þeirri flokkun: Eignaliður sem er krafa á eða með ábyrgð ríkja og seðlabanka, eignaliður sem er krafa á eða með ábyrgð fjármálafyrirtækis, eignaliður sem er krafa á eða með ábyrgð fyrirtækja, eignaliður sem er krafa á eða með ábyrgð einstaklinga og lítilla og meðalstórra fyrirtækja (smásölu áhættuskuldbindingar), hlutabréfastöður, verðbréfaðar stöður, aðrar eignir sem fela ekki í sér útlánaáhættu (e. other non credit-obligation assets).
10. gr. 6. mgr. 27. gr. orðast svo: Greina skal sérstaklega innan áhættuflokks fyrirtækja sértækar lánaáhættuskuldbindingar (e. specialised lending exposures) sem hafa eftirfarandi einkenni: Áhættuskuldbindingin er vegna rekstrareiningar sem sérstaklega var stofnuð til að fjármagna eða starfrækja efnislega eign, samningsákvæðin veita lánveitanda töluverð yfirráð yfir eigninni og tekjunum sem þær gefa af sér, megin uppspretta endurgreiðslunnar er frá þeim tekjum sem hinar fjármögnuðu eignir gefa af sér.
11. gr. 30. gr. orðast svo ásamt fyrirsögn: Undanþágur frá innramatsaðferð. Fjármálaeftirlitið getur veitt fjármálafyrirtækjum, sem hafa leyfi til að nota innramatsaðferð, heimild til að nota staðalaðferð fyrir eftirfarandi áhættuskuldbindingar: Áhættuskuldbindingar skv. a. og b. lið 1. mgr. 27. gr. ef mótaðilar eru það fáir að það verði fjármálafyrirtækinu óþarflega íþyngjandi að koma á fót matskerfi fyrir þessa aðila, áhættuskuldbindingar vegna viðskiptaeininga innan samstæðu sem hafa óverulegt vægi auk áhættuflokka sem hafa tiltölulega lítið vægi hvað varðar stærð og áhættu, áhættuskuldbindingar vegna íslenska ríkisins og sveitarfélaga hér á landi, áhættuskuldbindingar vegna móðurfélags eða dótturfélags viðkomandi fjármálafyrirtækis eða annarra aðila innan þeirrar samstæðu sem fjármálafyrirtækið tilheyrir, hlutabréf í þeim félögum hvers áhættuskuldbindingar hafa áhættuvog 0% samkvæmt staðalaðferð. Áhættuflokkur hlutabréfa skal talinn verulegur ef heildarvirði þeirra er meira en 10% af eiginfjárgrunni að meðaltali næstliðið ár. Ef um er að ræða hlutabréf í færri en 10 félögum skal miða við 5% af eigin fé, áhættuskuldbindingar sem eru bundnar innstæður í seðlabönkum samkvæmt reglum þar að lútandi, ríkisábyrgðir í samræmi við 19. lið 2. hluta viðauka VIII skv. 55. gr. A.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal Fjármálaeftirlitið leyfa notkun staðalaðferðar fyrir hlutabréfaeign hafi það verið leyft af öðrum eftirlitsaðilum innan EES. 12. gr. 2. málsl. 38. gr. orðast svo: Hlaupandi áhættuskuldbinding skal í þessu sambandi vera áhættuskuldbinding þar sem útistandandi krafa á viðskiptavin getur flökt innan fyrirfram ákveðinna marka eftir því hvort hann ákveður að fá lánað eða endurgreiða. 13. gr. 1. mgr. 39. gr. orðast svo: Upphaflegt fjármálafyrirtæki sem reiknar áhættuvegnar áhættuskuldbindingar skv. 35. gr., eða hefur selt gerninga úr veltubók sinni til rekstrareiningar um sérverkefni á sviði verðbréfunar (e. SSPE) þannig að hún er ekki skuldbundin til að hafa eigið fé til að mæta áhættu vegna þessara gerninga, má ekki veita frekari tryggingar (e. support) umfram samninga við verðbréfun með það að markmiði að draga úr hugsanlegu tapi fjárfesta. 14. gr. 3. mgr. 42. gr. reglnanna orðast svo: Hið þriggja ára meðaltal skal reiknað á grundvelli samtölu hreinna vaxtatekna og annarra rekstrartekna fyrir hvert viðskiptasvið og miðast við síðustu þrjú reikningsár (þrjú 12 mánaða tímabil). Séu endurskoðaðar tölur ekki tiltækar má nota áætlun. 15. gr. 2. mgr. 53. gr. reglnanna orðast svo: Fjármálafyrirtæki skulu samþykkja formlega stefnu til að fullnægja kröfum um upplýsingagjöf skv. 1. mgr. Í stefnunni skal koma fram með hvaða hætti fjármálafyrirtæki meta, að meðtalinni sannprófun og tíðni birtinga, hvaða upplýsingar eru viðeigandi og gefa markaðsaðilum glögga mynd af áhættusniði (e. risk profile) þeirra. 16. gr. 55. gr. reglnanna orðast svo: Með vísan til heimildar í ákvæði til bráðabirgða III í lögum nr. 170/2006 um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum, vísar Fjármálaeftirlitið til enskrar útgáfu í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins á tilteknum viðaukum tilskipunar 2006/48/EB um stofnun og rekstur lánastofnana með áorðnum breytingum samkvæmt tilskipunum 2009/83/EB, 2009/111/EB og 2010/76/ESB: http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/site/en/oj/2006/l_177/l_17720060630en00010200.pdf,http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=OJ:L:2009:196:0014:0021:EN:PDF,http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=OJ:L:2009:302:0097:0119:EN:PDF, og http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=OJ:L:2010:329:0003:0035:en:PDF,og tilskipunar 2006/49/EB um eiginfjárkröfur fjárfestingarfyrirtækja og lánastofnana með áorðnum breytingum samkvæmt tilskipunum 2009/27/EB, 2009/111/EB og 2010/76/ESB: http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/site/en/oj/2006/l_177/l_17720060630en02010255.pdf,http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=OJ:L:2009:094:0097:0099:EN:PDF,http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=OJ:L:2009:302:0097:0119:EN:PDF, og http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=OJ:L:2010:329:0003:0035:en:PDF.A. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/48/EB frá 14. júní 2006 um stofnun og rekstur lánastofnana (endursamið) (e. Directive 2006/48/EC of the European Parliament and of the Council of 14 June 2006 relating the taking up and pursuit of the business of credit institutions (recast), OJ L 177, 30.6.2006, p. 1) með áorðnum breytingum samkvæmt tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2009/83/EB frá 27. júlí 2009 um breytingu á tilteknum viðaukum við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/48/EB að því er varðar tæknileg ákvæði um áhættustýringu (e. Commission Directive 2009/83/EC of 27 July 2009 amending certain Annexes to Directive 2006/48/EC of the European Parliament and of the Council as regards technical provisions concerning risk management, OJ L 196, 28.7.2009, p. 14), tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/111/EB frá 16. september 2009 um breytingar á tilskipunum 2006/48/EB, 2006/49/EB og 2007/64/EB að því er varðar banka sem tengjast miðlægum stofnunum, tiltekna þætti eigin fjár, stórar áhættuskuldbindingar, fyrirkomulag eftirlits og krísustjórnun (e. Directive 2009/111/EC of the European Parliament and of the Council of 16 September 2009 amending Directives 2006/48/EC, 2006/49/EC and 2007/64/EC as regards banks affiliated to central institutions, certain own funds items, large exposures, supervisory arrangements, and crisis management, OJ L 302, 17.11.2009, p. 97) og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/76/ESB frá 24. nóvember 2010 um breytingu á tilskipunum 2006/48/EB og 2006/49/EB að því er varðar eiginfjárkröfur vegna veltubókar og endurverðbréfana og eftirlit með starfskjarastefnu (e. Directive 2010/76/EU of the European Parliament and of the Council of 24 November 2010 amending Directives 2006/48/EC and 2006/49/EC as regards capital requirements for the trading book and for re-securitisations, and the supervisory review of remuneration policies, OJ L 329, 14.12.2010, p. 3): VIÐAUKI III – Meðhöndlun mótaðilaáhættu vegna afleiðusamninga, endurkaupasamninga, verðbréfa- eða hrávörulánveitinga/lántöku, langra samninga með afhendingu og viðbótarlánveitinga vegna kaupa/sölu verðbréfa (e. ANNEX III - The treatment of counterparty credit risk of derivative instruments, repurchase transactions, securities or commodities lending or borrowing transactions, long settlement transactions and margin lending transactions) VIÐAUKI V – Tæknileg viðmið vegna fyrirkomulags og meðferðar áhættu (e. ANNEX V - Technical criteria concerning the organisation and treatment of risks) VIÐAUKI VII – Innramatsaðferð (e. ANNEX VII - Internal ratings based approach) VIÐAUKI VIII – Mildun útlánaáhættu (e. ANNEX VIII - Credit risk mitigation) VIÐAUKI IX – Verðbréfun (e. ANNEX IX - Securitisation) VIÐAUKI X – Rekstraráhætta (e. ANNEX X - Operational risk) VIÐAUKI XI – Tæknileg viðmið vegna könnunar og mats þar til bærra yfirvalda (e. ANNEX XI - Technical criteria on review and evaluation by the competent authorities) VIÐAUKI XII – Tæknileg viðmið vegna upplýsingagjafar (e. ANNEX XII - Technical criteria on disclosure). B. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/49/EB frá 14. júní 2006 um eiginfjárkröfur fjárfestingarfyrirtækja og lánastofnana (endursamið) (e. Directive 2006/49/EC of the European Parliament and of the Council of 14 June 2006 on the capital adequacy of investment firms and credit institutions (recast), OJ L 177, 30.6.2006, p. 201) með áorðnum breytingum samkvæmt tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2009/27/EB frá 7. apríl 2009 um breytingar á tilteknum viðaukum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2006/49/EB að því er varðar tæknileg ákvæði um áhættustýringu (e. Commission Directive 2009/27/EC of 7 April 2009 amending certain Annexes to Directive 2006/49/EC of the European Parliament and of the Council as regards technical provisions concerning risk management, OJ L 94, 8.4.2009, p. 97), tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/111/EB frá 16. september 2009 um breytingar á tilskipunum 2006/48/EB, 2006/49/EB og 2007/64/EB að því er varðar banka sem tengjast miðlægum stofnunum, tiltekna þætti eigin fjár, stórar áhættuskuldbindingar, fyrirkomulag eftirlits og krísustjórnun (e. Directive 2009/111/EC of the European Parliament and of the Council of 16 September 2009 amending Directives 2006/48/EC, 2006/49/EC and 2007/64/EC as regards banks affiliated to central institutions, certain own funds items, large exposures, supervisory arrangements, and crisis management, OJ L 302, 17.11.2009, p. 97) og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/76/ESB frá 24. nóvember 2010 um breytingu á tilskipunum 2006/48/EB og 2006/49/EB að því er varðar eiginfjárkröfur vegna veltubókar og endurverðbréfana og eftirlit með starfskjarastefnu (e. Directive 2010/76/EU of the European Parliament and of the Council of 24 November 2010 amending Directives 2006/48/EC and 2006/49/EC as regards capital requirements for the trading book and for re-securitisations, and the supervisory review of remuneration policies, OJ L 329, 14.12.2010, p. 3): VIÐAUKI I – Útreikningur eiginfjárkröfu vegna stöðuáhættu (e. ANNEX I - Calculating capital requirements for position risk) VIÐAUKI II – Útreikningur eiginfjárkröfu vegna uppgjörs- og mótaðilaáhættu (e. ANNEX II - Calculating capital requirements for settlement and counterparty credit risk) VIÐAUKI III – Útreikningur eiginfjárkröfu vegna gjaldeyrisáhættu (e. ANNEX III - Calculating capital requirements for foreign-exchange risk) VIÐAUKI IV – Útreikningur eiginfjárkröfu vegna hrávöruáhættu (e. ANNEX IV - Calculating capital requirements for commodities risk) VIÐAUKI V – Notkun eigin líkana við útreikning eiginfjárkröfu (e. ANNEX V - Use of internal models to calculate capital requirements) VIÐAUKI VI, 2. hluti – Viðurkenning matsfyrirtækja og vörpun á lánshæfismati þeirra (e. ANNEX VI, Part 2 - Recognition of ECAIs and mapping of their credit assessments) VIÐAUKI VII – Veltuviðskipti (e. ANNEX VII - Trading). 17. gr. Reglur þessar fela í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/111/EB frá 16. september 2009 um breytingar á tilskipunum 2006/48/EB, 2006/49/EB og 2007/64/EB að því er varðar banka sem tengjast miðlægum stofnunum, tiltekna þætti eigin fjár, stórar áhættuskuldbindingar, fyrirkomulag eftirlits og krísustjórnun og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/76/ESB frá 24. nóvember 2010 um breytingu á tilskipunum 2006/48/EB og 2006/49/EB að því er varðar eiginfjárkröfur vegna veltubókar og endurverðbréfana og eftirlit með starfskjarastefnu. Fyrrnefnda tilskipunin var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 85/2010 frá 2. júlí 2010, sem birt var í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, hefti nr. 59, frá 21. október 2010, bls. 7. Síðarnefnda tilskipunin var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 19/2012 frá 10. febrúar 2012, sem birt var í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, hefti nr. 34, frá 21. júní 2012, bls. 30. 18. gr. Reglur þessar eru settar með heimild í 2. mgr. 84. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, með síðari breytingum, og öðlast gildi þegar í stað. Fjármálaeftirlitinu, 30. júní 2014. Unnur Gunnarsdóttir. Jón Þór Sturluson. |