Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 249/2010

Nr. 249/2010 5. mars 2010
SAMÞYKKT
um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Flóahrepps nr. 542/2007.

1. gr.

1. gr. samþykktarinnar verður svo hljóðandi:

Sveitarstjórn Flóahrepps er skipuð fimm sveitarstjórnarmönnum kjörnum samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998, sbr. 8. og 12. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.

2. gr.

Í stað „félagsmálaráðuneytisins“ í 5. mgr. 15. gr. samþykktarinnar kemur: samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

3. gr.

2. mgr. 10. gr. samþykktarinnar verður svohljóðandi:

Í upphafi kjörtímabils sveitarstjórnar tekur sveitarstjórnin ákvörðun um hvernig fundir hennar verði auglýstir og með hvaða fyrirvara. Skal sú ákvörðun kynnt íbúum sveitar­félagsins með tryggum hætti, svo sem á heimasíðu sveitarfélagsins, í dreifibréfi eða auglýsingu í staðbundnu fréttablaði.

4. gr.

49. gr. samþykktarinnar verður svohljóðandi:

Nefndir, ráð og stjórnir sveitarfélagsins skulu halda gerðabækur. Kjörinn ritari nefndar skal færa fundargerð í gerðabók. Um ritun fundargerða nefnda, ráða og stjórna gilda sömu reglur og um ritun fundargerða sveitarstjórnarinnar, sbr. 32. gr.

5. gr.

51. gr. samþykktarinnar breytist og verður svohljóðandi:

Sveitarstjórn kýs fulltrúa í eftirtaldar nefndir, ráð, stjórnir og embætti:

A. Til eins árs. Á fundi í júní ár hvert:

  1. Oddvitakjör. Oddviti og varaoddviti skv. 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
  2. Aðalfundur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Þrír fulltrúar og þrír til vara samkvæmt samþykktum samtakanna.
  3. Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands. Þrír fulltrúar og þrír til vara samkvæmt samþykktum félagsins.
  4. Aðalfundur Skólaskrifstofu Suðurlands. Þrír fulltrúar og þrír til vara samkvæmt sam­þykktum SKS.
  5. Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Þrír fulltrúar og þrír til vara samkvæmt sam­þykktum HES.
  6. Aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands. Einn fulltrúi og einn til vara samkvæmt samþykktum SOS.

B. Til fjögurra ára. Á fyrsta eða öðrum fundi að afloknum sveitarstjórnarkosningum:

  1. Fræðslunefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin fer m.a. með verkefni grunnskóla samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008 og verkefni leikskóla samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008.
  2. Skipulagsnefnd og byggingarnefnd uppsveita Árnessýslu og Flóa. Einn aðalmaður og einn til vara. Fulltrúi er jafnframt í stjórn skipulags- og byggingar­fulltrúa­embættis uppsveita Árnessýslu og Flóa bs.
  3. Félagsmálanefnd uppsveita Árnessýslu og Flóa. Einn aðalmaður og einn til vara skv. 5. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Nefndin fer jafnframt með málefni aldraðra og starfar skv. 7. gr. laga um málefni aldraðra nr. 125/1999.
  4. Jafnréttisnefnd. Sveitarstjórn fer með málefni jafnréttisnefndar samkvæmt ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.
  5. Atvinnu- og ferðamálanefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin skal vera sveitarstjórn til ráðuneytis í markaðs-, atvinnu- og ferðamálum og hafa frumkvæði að tillögugerð á því sviði til sveitarstjórnar.
  6. Umhverfisnefnd. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara samkvæmt lögum um náttúruvernd nr. 44/1999 og öðrum lögum.
  7. Samgöngunefnd. Sveitarstjórn fer með samgöngumál m.a. ákvörðun um ný­framkvæmdir og úrbætur í umferðar- og samgöngumálum. Sveitarstjórn er heimilt að fela fastanefndum hlutverk nefndarinnar.
  8. Húsnæðisnefnd. Sveitarstjórn fer með verkefni húsnæðisnefndar samkvæmt ákvæðum laga um húsnæðismál nr. 44/1998. Sveitarstjórn er heimilt að fela fastanefndum hlutverk nefndarinnar.
  9. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. Einn fulltrúi og einn til vara, sbr. lög sambandsins.
  10. Rekstrarnefnd félagsheimila Flóahrepps. Tveir fulltrúar og tveir til vara.
  11. Afréttamálafélag Flóa og Skeiða. Fjórir fulltrúar og fjórir til vara, samkvæmt sam­þykkt afréttamálafélags.
  12. Héraðsnefnd Árnesinga. Einn fulltrúi og einn til vara samkvæmt samningi um héraðs­nefnd.
  13. Almannavarnanefnd Árnessýslu. Einn fulltrúi og einn til vara skv. lögum um almanna­varnir nr. 82/2008.
  14. Fulltrúaráð Brunavarna Árnessýslu. Einn fulltrúi og einn til vara samkvæmt sam­þykktum Brunavarna Árnessýslu.
  15. Skoðunarmenn. Tveir aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 69. gr. sveitar­stjórnar­laga nr. 45/1998.
  16. Kjörstjórn. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 10. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000 og 14. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 með síðari breytingum.

6. gr.

Í stað „félagsmálaráðuneytisins“ í 1. mgr. 64. gr. samþykktarinnar kemur: samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

7. gr.

Í stað „félagsmálaráðuneytinu“ í 4. mgr. 65. gr. samþykktarinnar kemur: samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.

Samþykkt þessi, sem sveitarstjórn Flóahrepps hefur sett samkvæmt ákvæðum 10. og 25. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 5. mars 2010.

F. h. r.

Hermann Sæmundsson.

Stefanía Traustadóttir.

B deild - Útgáfud.: 24. mars 2010