Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1260/2008

Nr. 1260/2008 30. desember 2008
SAMÞYKKT
um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Sandgerðisbæjar nr. 494/2002.

57. gr. samþykktarinnar verður svohljóðandi:

Bæjarstjórn kýs fulltrúa í eftirtaldar nefndir, ráð, stjórnir og embætti:

A. Til eins árs. Á fundi í júní ár hvert:

  1. Kosning forseta og tveggja varaforseta.
  2. Kosning tveggja skrifara og tveggja varaskrifara.
  3. Bæjarráð. Þrír bæjarstjórnarmenn sem aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 38. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Heimilt er að ákveða í samþykkt um stjórn og fundarsköp að þeir aðal- og varafulltrúar sem kosningu hafa hlotið af sama framboðslista og hinn kjörni bæjarráðsmaður verði varamenn hans í þeirri röð sem þeir skipuðu listann.

B. Til fjögurra ára. Á fyrsta fundi að afloknum bæjarstjórnarkosningum:

  1. Hafnarráð. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 10. gr. hafnalaga nr. 61/2003.
  2. Fræðsluráð. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 6. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008, 2. gr. laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985, skv. 7. gr. laga um almenningsbókasöfn nr. 36/1997 og skv. 4. gr. laga um leik­skóla nr. 90/2008.
  3. Húsnæðis-, skipulags- og byggingarráð. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 6. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, samkvæmt lögum um húsnæðis­mál nr. 44/1998 og skv. 116. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Ráðið annast störf húsnæðis- og umferðarnefndar samkvæmt ákvæðum tilvitnaðra laga.
  4. Fjölskyldu- og velferðarnefnd. Þrír menn og jafnmargir til vara í sameiginlega 7 manna nefnd Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga skv. 10. gr. barnaverndarlaga nr. 82/2002 og 5. gr. laga um félagsþjónustu sveitar­félaga nr. 40/1991.
  5. Umhverfisráð. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Ráðið annast þau störf sem bæjarstjórn felur ráðinu á sviði umhverfismála á vegum bæjarfélagsins hverju sinni, enn fremur fer ráðið með verkefni gróðurverndarnefndar skv. 19. gr. laga um landgræðslu nr. 17/1965 og verkefni náttúruverndarnefndar skv. 10. gr. laga um náttúruvernd nr. 93/1996.
  6. Ferða- og menningarráð. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara. Ráðið annast þau störf sem bæjarstjórn felur ráðinu á sviði ferða- og menningarmála á vegum bæjarfélagsins hverju sinni.
  7. Íþróttaráð. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara. Ráðið annast þau störf sem bæjarstjórn felur ráðinu og snertir íþróttamál á vegum bæjarfélagsins hverju sinni og tengsl við íþróttahreyfinguna.
  8. Tómstundaráð. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara. Ráðið annast þau störf sem bæjarstjórn felur ráðinu og snerta tómstundastörf á vegum bæjarfélagsins hverju sinni.
  9. Atvinnumálanefnd. Þrír aðalmenn og þrír til vara.
  10. Almannavarnarnefnd. Einn aðalmaður og annar til vara skv. 9. gr. laga um almanna­varnir nr. 82/2008.
  11. Búfjáreftirlitsmenn. Tveir aðalmenn og tveir til vara skv. 10. gr. laga um búfjár­hald nr. 103/2002.
  12. Fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands. Einn aðalmaður og annar til vara skv. 9. gr. laga um Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands nr. 68/1994.
  13. Heilbrigðisnefnd Suðurnesja. Bæjarstjórnirnar á svæðinu kjósa sameiginlega fimm aðalmenn og jafnmarga til vara í nefndina skv. 11. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.
  14. Kjörstjórn við bæjarstjórnar- og alþingiskosningar. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 14. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 og 15. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.
  15. Stjórn Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Einn fulltrúi, sbr. samkomulag sveitarfélaga á Suðurnesjum og í samræmi við 5. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008.
  16. Stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Einn aðalmaður og einn til vara skv. 21. og 30. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990, í samræmi við samkomulag við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum.
  17. Skoðunarmenn reikninga. Tveir aðalmenn og tveir til vara. Skipaðir af meirihluta og minnihluta bæjarstjórnar.

Samþykkt þessi sem bæjarstjórn Sandgerðisbæjar hefur sett samkvæmt ákvæðum 10. og 25. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 30. desember 2008.

F. h. r.
Hermann Sæmundsson.

Stefanía Traustadóttir.

B deild - Útgáfud.: 15. janúar 2009