Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 50/2010

Nr. 50/2010 9. júní 2010
LÖG
um breytingu á lögum nr. 85/2008, um opinbera háskóla (almenningsfræðsla).

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
    a.    Í stað orðsins „menntamálaráðherra“ í 1. mgr. kemur: mennta- og menningarmálaráðherra.
    b.    Í stað orðsins „Menntamálaráðherra“ í 2. mgr. kemur: Ráðherra.

2. gr.
    Í stað orðsins „menntamálaráðherra“ í 2. gr. laganna kemur: ráðherra.

3. gr.
    3. gr. laganna orðast svo:
    Háskóli sinnir kennslu, rannsóknum, þekkingarleit og sköpun á sviði vísinda, fræða, tækniþróunar eða lista. Hann miðlar fræðslu til almennings og veitir þjóðfélaginu þjónustu í krafti þekkingar sinnar. Háskóla er enn fremur heimilt að sinna endurmenntun þeirra sem lokið hafa háskólaprófi í þeim fræðum sem stunduð eru innan hans.
    Ráðherra er heimilt að fela einstökum háskólum að sinna kennslu eða rannsóknum á ákveðnum afmörkuðum sviðum, ótímabundið eða til ákveðins tíma.
    Um hlutverk háskóla fer að öðru leyti eftir því sem mælt er fyrir um í lögum nr. 63/2006, um háskóla.

4. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
    a.    1. tölul. 2. mgr. orðast svo: Tveir fulltrúar háskólasamfélagsins tilnefndir af háskólafundi.
    b.    3. tölul. 2. mgr. orðast svo: Einn fulltrúi tilnefndur af ráðherra.
    c.    Í stað orðsins „Tveir“ í 1. tölul. 3. mgr. kemur: Þrír.
    d.    3. tölul. 3. mgr. orðast svo: Tveir fulltrúar tilnefndir af ráðherra.
    e.    Í stað orðsins „Tveir“ í 4. tölul. 3. mgr. kemur: Þrír.
    f.     Í stað orðanna „Tveir fulltrúar skv. 4. tölul. 2. mgr. og 4. tölul. 3. mgr.“ í 1. málsl. 5. mgr. kemur: Tveir fulltrúar skv. 4. tölul. 2. mgr., þrír fulltrúar skv. 4. tölul. 3. mgr.“


5. gr.
    Í stað orðsins „Menntamálaráðherra“ í 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: Ráðherra.

6. gr.
    Í stað orðanna „fjallar um og tekur þátt í að móta“ í 2. málsl. 1. mgr. 9. gr. laganna kemur: mótar og setur fram.

7. gr.
    Í stað orðanna „eins árs“ í lokamálslið 2. mgr. 10. gr. laganna kemur: tveggja ára.

8. gr.
    Við 1. mgr. 13. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Háskólaráði er heimilt að ákveða að í skólaráði sitji einnig fulltrúar tiltekinna kennslugreina sem saman mynda deild. Enn fremur er háskólaráði heimilt að ákveða að í skólaráði sitji fulltrúi opinberrar stofnunar sem er í mjög nánu samstarfi um kennslu og þjálfun nemenda.

9. gr.
    1. mgr. 17. gr. laganna orðast svo:
    Rektor veitir ótímabundin akademísk störf við háskóla og framgang akademískra starfsmanna. Forseti fræðasviðs veitir tímabundin akademísk störf við skóla og stofnanir sem heyra undir skóla í umboði rektors. Forstöðumaður veitir akademísk störf við stofnun sem heyrir undir háskólaráð í umboði rektors. Veiting starfs skal ákveðin á grundvelli tillögu sem gerð er samkvæmt nánari reglum settum af háskólaráði en þær afmarka jafnframt umboð forseta og forstöðumanna. Þegar starf hefur verið veitt skal gerður um það ráðningarsamningur.

10. gr.
    Í stað orðsins „skóla“ í 2. mgr. 21. gr. laganna kemur: háskóla.

11. gr.
    Á eftir 23. gr. laganna kemur ný grein, 23. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Endurmenntun.
    Háskóla er heimilt að bjóða upp á endurmenntun þeirra sem hafa lokið háskólaprófi í þeim fræðum sem viðurkenning hans tekur til, sbr. 3. gr. laga um háskóla, nr. 63/2006.
    Með hugtakinu endurmenntun er í lögum þessum átt við eftirfarandi:
    a.    námskeið fyrir háskólamenntað fólk á fagsviði þess,
    b.    viðbótarnám fyrir háskólamenntað fólk á þverfaglegum grunni sem miðar að skilgreindum námslokum eða prófgráðu skv. 22. gr.

12. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 24. gr. laganna:
    a.    Í stað orðsins „menntamálaráðuneyti“ í d-lið kemur: mennta- og menningarmálaráðuneyti.
    b.    E-liður orðast svo: gjöldum fyrir endurmenntun skv. 23. gr. a.
    c.    Við bætist nýr stafliður sem orðast svo: gjöldum fyrir fræðslu fyrir almenning.

13. gr.
    Í stað orðsins „menntamálaráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. og 2. málsl. 2. mgr. 26. gr. laganna kemur: ráðherra.

14. gr.
    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.
I.

    Þeir fulltrúar sem tilnefndir hafa verið í háskólaráð skv. 2. og 3. mgr. 6. gr. laganna fyrir gildistöku laga þessara skulu sitja út tilnefningartíma sinn. Ákvæði a- og b-liðar 4. gr. laga þessara koma til framkvæmda þegar tilnefningartími fulltrúa ráðherra skv. 2. mgr. 6. gr. laganna er liðinn. Þegar tilnefningartími fulltrúa ráðherra skv. 3. mgr. 6. gr. laganna er liðinn skal fyrst tilnefna fulltrúa háskólasamfélagsins skv. c-lið 4. gr. laga þessara og því næst fulltrúa skv. e-lið 4. gr. laga þessara.
    Kjörtímabil þeirra nemenda á háskólafundi sem kjörnir voru í febrúar 2009 framlengist um eitt ár.

II.
    Þrátt fyrir ákvæði 11. gr. og b-liðar 12. gr. laga þessara getur Háskóli Íslands veitt þeim nemendum sem stunda nám með vinnu til BSc-prófs í viðskiptafræði við stofnunina við gildistöku laga þessara kost á að ljúka námi sínu með óbreyttu fyrirkomulagi.

Gjört á Bessastöðum, 9. júní 2010.

Ólafur Ragnar Grímsson.
(L. S.)

Katrín Jakobsdóttir.

A deild - Útgáfud.: 11. júní 2010