Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 77/2015

Nr. 77/2015 28. janúar 2015
AUGLÝSING
um gjaldskrá vaktstöðvar siglinga.

1. gr.

Árgjald vegna sjálfvirks tilkynningarskyldukerfis skipa (AIS/STK).

Eigandi skips skal greiða árgjald kr. 10.050 fyrir þjónustu í sjálfvirku tilkynningarkerfi skipa (AIS/STK) til að mæta kostnaði af rekstri þess. Vegagerðin getur ákveðið að gjaldið skuli innheimt af vaktstöð siglinga sem annast rekstur kerfisins.

2. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Gjaldskrá þessi er sett skv. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 41/2003, um vaktstöð siglinga, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur brott 12. gr. gjaldskrár fyrir Samgöngustofu – siglingamál, nr. 1145/2012, sbr. 2. gr. auglýsingar nr. 598/2013.

Innanríkisráðuneytinu, 28. janúar 2015.

Ólöf Nordal.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

B deild - Útgáfud.: 30. janúar 2015