1. gr. Eftirfarandi breyting verður á 4. gr. Aftan við D lið bætist nýr liður um inntöku í fjarnám í diplómanámi í náms- og starfsráðgjöf svohljóðandi: E. Inntaka nemenda í fjarnám í diplómanámi í náms- og starfsráðgjöf. Fjöldi nemenda takmarkast við 20 nemendur sem, að öðru jöfnu, eru búsettir utan höfuðborgarsvæðisins. Ef þeir sem sækja um að hefja námið og uppfylla inntökuskilyrði eru fleiri en unnt er að taka inn mun val nemenda byggjast á eftirtöldum sjónarmiðum: | a) | Einkunnum í háskóla. | | b) | Starfsreynslu við ráðgjöf. | | c) | Meðmælum frá skólastjóra/yfirmanni ef umsækjandi hefur kennslureynslu/starfsreynslu við ráðgjöf, annars meðmælum frá kennara umsækjanda í háskóla. | | d) | Persónulegri greinargerð um forsendur og áhugasvið. | | e) | Viðtölum ef þurfa þykir. |
Reynt verður að hafa sem jafnast hlutfall milli nemenda með BA-próf í félagsvísindum, BEd-próf og BA/BS-próf í öðrum greinum ásamt kennsluréttindum eða starfsreynslu af ráðgjöf. Liður E verður F og liður F verður G. 2. gr. Gildistaka o.fl. Reglur þessar sem háskólaráð hefur sett, að fengnum tillögum háskóladeilda og á grundvelli heimildar í 2. mgr. 13. gr. laga nr. 41/1999 um Háskóla Íslands og 114. gr. reglna nr. 458/2000, gilda fyrir háskólaárið 2008-2009. Háskóla Íslands, 21. febrúar 2008. Kristín Ingólfsdóttir. Þórður Kristinsson. |