FORSETI ÍSLANDS gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu: 1. gr.
Lög nr. 25/1921, um einkaleyfi handa Háskóla Íslands til útgáfu almanaks, falla brott.
2. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2009.
Gjört í Reykjavík, 7. mars 2008. Ólafur Ragnar Grímsson. (L. S.) Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. |