Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 13/2006

Nr. 13/2006 13. mars 2006
LÖG
um breytingu á lögum um Siglingastofnun Íslands, nr. 6/1996, með síðari breytingum.
FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:
 
1. gr.

    6. gr. laganna orðast svo:
    Samgönguráðherra skipar siglingaráð sér til ráðuneytis um siglinga- og vitamál. Í siglingaráði skulu eiga sæti tólf fulltrúar og jafnmargir varamenn. Þar af skulu þrír fulltrúar skipaðir án tilnefningar að loknum alþingiskosningum og skal einn þeirra vera formaður ráðsins. Níu fulltrúar skulu skipaðir til allt að fjögurra ára samkvæmt tilnefningu eftirtalinna aðila sem tilnefna einn fulltrúa hver: Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, samtök skemmtibátaeigenda, Málmur, samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Landssamband smábátaeigenda, Samband íslenskra kaupskipaútgerða, Sjómannasamband Íslands, Slysavarnafélagið Landsbjörg og Vélstjórafélag Íslands. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört í Reykjavík, 13. mars 2006..

Ólafur Ragnar Grímsson.
(L. S.)

Sturla Böðvarsson.


 

A deild - Útgáfud.: 27. mars 2006