1. gr. 3. málsliður 3. mgr. 56. gr. orðast svo: Sjúkrapróf eru haldin í fjóra til sex daga í kjölfar almennra próftímabila í desember og maí samkvæmt nánari ákvörðun prófstjóra. 2. gr. 2. mgr. 57. gr. orðast svo: Deildum er heimilt í samráði við prófstjóra að halda sérstök endurtökupróf í einstökum námskeiðum. Slík sérstök endurtökupróf eru einungis fyrir þá stúdenta sem áður hafa þreytt próf í viðkomandi námskeiði og skulu fara fram samtímis sjúkraprófum vormisseris í kjölfar almenns próftímabils í maí samkvæmt nánari ákvörðun prófstjóra. Síðasti prófdagur skal vera eigi síðar en tveimur vikum fyrir brautskráningu kandídata í júní. Fyrir lok janúar og fyrir 25. maí skal auglýst hvaða próf í námskeiðum viðkomandi missera verða endurtekin. Deildum er ennfremur heimilt í samráði við prófstjóra að halda endurtökupróf í einstökum námskeiðum ef þannig stendur á að stúdent á kost á að brautskrást við næstu brautskráningu að prófi loknu. 3. gr. Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar á grundvelli laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast þegar gildi. Háskóla Íslands, 8. september 2011. Kristín Ingólfsdóttir. Þórður Kristinsson. |