Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 444/2010

Nr. 444/2010 5. maí 2010
SAMÞYKKT
um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Grundarfjarðarbæjar nr. 767/2006.

1. gr.

Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytisins“ í 5. mgr. 15. gr. samþykktarinnar komi: sam­göngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

2. gr.

3. töluliður í B kafla 57. gr. samþykktarinnar verður svohljóðandi:

Skólanefnd. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 4. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008, skv. 6. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008, og skv. 2. gr. laga um fjárhags­legan stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985. Málefni félagsmiðstöðvar unglinga heyra undir nefndina.

3. gr.

4. töluliður í B kafla 57. gr. samþykktarinnar verður svohljóðandi:

Menningar- og tómstundanefnd. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin fer með menningarmál, málefni Bókasafns Grundarfjarðar sbr. ákvæði 7. gr. laga nr. 36/1997 um almenningsbókasöfn og íþrótta- og tómstundastarf. Auk þess annast nefndin vinabæjar­samskipti.

4. gr.

Í stað orðanna „sbr. 8. gr. laga um almannavarnir nr. 94/1962“ í 1. tölulið í C kafla 57. gr. samþykktarinnar komi: sbr. 9. gr. laga um almannavarnir nr. 82/2008.

5. gr.

4. töluliður í C kafla 57. gr. samþykktarinnar fellur niður og aðrir töluliðir færast framar sem því nemur.

6. gr.

Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytisins“ í 1. mgr. 65. gr. samþykktarinnar komi: samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

7. gr.

1. málsl. 2. mgr. 65. gr. samþykktarinnar verður svohljóðandi:

Form fjárhagsáætlunar skal vera í samræmi við form ársreiknings og stjórnvalds­fyrirmæli sem sett eru skv. 4. mgr. 67. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 um fjárhags­áætlanir.

8. gr.

4. málsl. 68. gr. samþykktarinnar verður svohljóðandi:

Form þriggja ára áætlunar skal vera í samræmi við form ársreiknings og stjórnvalds­fyrirmæli sem sett eru skv. 4. mgr. 67. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 um þriggja ára áætlanir.

9. gr.

Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytinu“ í 69. gr. samþykktarinnar komi: samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.

10. gr.

Í stað orðsins „félagsmálaráðuneytinu“ í 4. mgr. 70. gr. samþykktarinnar komi: samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.

Samþykkt þessi sem bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur sett samkvæmt ákvæðum 10. og 25. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 5. maí 2010.

F. h. r.

Hermann Sæmundsson.

Stefanía Traustadóttir.

B deild - Útgáfud.: 25. maí 2010