Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 733/2014

Nr. 733/2014 16. júlí 2014
REGLUGERÐ
um starfsaðferðir Flugöryggisstofnunar Evrópu við eftirlit með stöðlun.

1. gr.

Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að mæla fyrir um starfsaðferðir við eftirlit með stöðlun hjá flugmálayfirvöldum aðildarríkja á Evrópska efnahagssvæðinu í samræmi við reglugerð (ESB) nr. 628/2013.

2. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um eftirlit á þeim sviðum sem falla undir gildissvið 1. mgr. 1. gr. reglugerðar (EB) nr. 216/2008 sem innleidd var með reglugerð nr. 812/2008 um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um sameiginlegar reglur um almenningsflug og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu.

3. gr.

Lögbært yfirvald og framkvæmd.

Samgöngustofa telst lögbært yfirvald samkvæmt reglugerð þessari og sér um framkvæmd hennar.

4. gr.

Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð (ESB) nr. 628/2013 frá 28. júní 2013 um starfsaðferðir Flugöryggisstofnunar Evrópu við eftirlit með stöðlun og vöktun á beitingu reglnanna í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008 og um niðurfellingu á reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 736/2006, með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af XIII. viðauka EES-samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 27 frá 14. febrúar 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12 frá 27. febrúar 2014, bls. 189.

5. gr.

Refsiákvæði.

Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða refsingu samkvæmt 141. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum.

6. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 146. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi. Um leið fellur reglugerð nr. 966/2007, um starfsaðferðir Flugöryggisstofnunar Evrópu við eftirlit með stöðlun, úr gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 16. júlí 2014.

Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

B deild - Útgáfud.: 5. ágúst 2014