Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 474/2007

Nr. 474/2007 25. apríl 2007
REGLUGERÐ
um vernd skipa og hafnaraðstöðu.

1. gr.

Markmið.

Markmið þessarar reglugerðar er að efla vernd skipa og hafnaraðstöðu. Jafnframt að hrinda í framkvæmd samræmdum ráðstöfunum á EES-svæðinu til verndar skipum og hafnaraðstöðu gegn þeirri ógn sem stafar af vísvitandi ólögmætum aðgerðum þ.m.t hryðjuverkastarfsemi.

2. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um alþjóðasjóflutninga og sjóflutninga innanlands. Hún gildir þó ekki um herskip og liðsflutningaskip, flutningaskip undir 500 brúttótonnum, skip sem eru ekki knúin áfram með vélrænum hætti, tréskip með frumstæðu byggingarlagi, fiskiskip eða skip sem eru ekki notuð í atvinnuskyni.

3. gr.

Viðurlög.

Um brot gegn reglugerð þessari fer eftir ákvæðum 15. gr. laga um siglingavernd nr. 50/2004 með síðari breytingum og VII. kafla laga um eftirlit með skipum nr. 47/2003.

4. gr.

Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 725/2004 frá 31. mars 2004 um að efla vernd skipa og hafnaraðstöðu, sem vísað er til í XIII. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 14/2005 frá 8. febrúar 2005, sem birtist í EES-viðauka 32 bls. 19, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt sem fylgiskjal með reglugerð þessari og verður hluti af henni.

5. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum um siglingavernd, nr. 50/2004 með síðari breytingum og 4. mgr. 1. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 47/2003, öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 25. apríl 2007.

Sturla Böðvarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)

B deild - Útgáfud.: 31. maí 2007