Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 137/2013

Nr. 137/2013 31. janúar 2013
REGLUR
um niðurfellingu reglna nr. 76/2013 og breytingu á reglum rn. 319/2009 um inntökuskilyrði í grunnnám við Háskóla Íslands.

1. gr.

Úr gildi falla reglur nr. 76/2013 um breytingu á reglum nr. 319/2009 um inntökuskilyrði í grunnnám við Háskóla Íslands.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. reglna nr. 319/2009, um inntökuskilyrði í kennara­deild:

a) 1. mgr. orðast svo:

Til að hefja B.Ed.-nám í kennaradeild skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi frá íslenskum framhaldsskóla eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Lokapróf frá frumgreinadeild Keilis (háskólabrú) og af frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík (áður Tækniháskóla Íslands og Tækniskóla Íslands) teljast sambærileg stúdentsprófi og nægja til inntöku í B.Ed.-nám í deildinni. Æskilegur undirbúningur fer eftir markmiðum þeirrar námsleiðar sem valin er. Nánari upplýsingar þar um eru í kennsluskrá og kynningarefni til nýrra stúdenta.

b) Við greinina bætist ný málsgrein, 3. mgr., svohljóðandi:

Til að hefja B.Ed.-nám í kennslufræði verk- og starfsmenntunar í kennaradeild skal stúdent hafa lokið fullgildu lokaprófi í iðngrein (meistarabréf), listgrein, tæknigrein eða verkgrein sem nýtist til kennslu á grunnskóla- eða framhaldsskólastigi í skilgreindri náms­grein eða á skilgreindu námssviði. Stúdent þarf einnig að hafa lokið annaðhvort (a) stúdents­prófi eða (b) diplómanámi í kennslufræði á bakkalárstigi í kennaradeild og hafa fimm ára starfsreynslu í greininni.

3. gr.

20. gr. reglna nr. 319/2009, um inntökuskilyrði í íþrótta-, tómstunda- og þroska­þjálfa­deild, orðast svo:

Til að hefja BA- eða BS-nám skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi frá íslenskum fram­halds­skóla eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Lokapróf frá frumgreinadeild Keilis (háskólabrú) og af frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík (áður Tækniháskóla Íslands og Tækniskóla Íslands) teljast sambærileg stúdentsprófi og nægja til inntöku í BA- og BS-nám í deildinni. Æskilegur undirbúningur fer eftir markmiðum þeirrar náms­leiðar sem valin er. Að auki þurfa þeir sem hyggja á BS-nám í íþrótta- og heilsu­fræði að uppfylla hæfniviðmið 10. bekkjar í sundi samkvæmt aðalnámskrá grunn­skóla.

Þeim umsækjendum sem lokið hafa prófi frá Þroskaþjálfaskóla Íslands er heimilt að ljúka BA-prófi í þroskaþjálfafræði að viðbættum 30 skilgreindum einingum (sjá kennslu­skrá).

Þeim umsækjendum sem lokið hafa prófi frá Íþróttakennaraskóla Íslands er heimilt að ljúka BS-prófi í íþrótta- og heilsufræði að viðbættum 60 skilgreindum einingum (sjá kennslu­skrá).

Nánari upplýsingar eru í kennsluskrá og kynningarefni til nýrra stúdenta.

4. gr.

21. gr. reglna nr. 319/2009, um inntökuskilyrði í uppeldis- og menntunarfræðideild, orðast svo:

Til að hefja BA-nám skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi frá íslenskum framhaldsskóla eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Lokapróf frá frumgreinadeild Keilis (háskóla­brú) og af frumgreinasviði Háskólans í Reykjavík (áður Tækniháskóla Íslands og Tækni­skóla Íslands) teljast sambærileg stúdentsprófi og nægja til inntöku í BA-nám í deildinni. Æskilegur undirbúningur fer eftir markmiðum þeirrar námsleiðar sem valin er. Nánari upplýsingar þar um eru í kennsluskrá og kynningarefni til nýrra stúdenta.

5. gr.

Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, eru settar samkvæmt heimild í 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar taka þegar gildi og verður þeim beitt við inntöku stúdenta frá og með háskólaárinu 2013-2014.

Háskóla Íslands, 31. janúar 2013.

Kristín Ingólfsdóttir.

Þórður Kristinsson.

B deild - Útgáfud.: 15. febrúar 2013