Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 11/2006

Nr. 11/2006 13. mars 2006
LÖG
um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003.
FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:
 
1. gr.

    Ákvæði til bráðabirgða II í lögunum orðast svo:
    Þrátt fyrir 24. gr. þessara laga er ríkissjóði heimilt að styrkja framkvæmdir í höfnum, sbr. ákvæði um greiðsluþátttöku í eldri hafnalögum, nr. 23/1994, með síðari breytingum, til ársloka 2008. Þetta á við um framkvæmdir sem skilgreindar eru í siglingamálakafla samgönguáætlunar 2005–2008 og þær framkvæmdir sem koma inn í siglingamálakafla samgönguáætlunar 2007–2010 vegna endurskoðunar á áformum samgönguyfirvalda um að hafnir skuli jafnsettar á aðlögunartíma nýrra hafnalaga.
    Þrátt fyrir 26. gr. þessara laga er Hafnabótasjóði heimilt að veita styrk skv. 3. tölul. 1. mgr. 28. gr. laga nr. 23/1994 fram til 1. janúar 2009.

2. gr.

    Lög þessi taka þegar gildi.

Gjört í Reykjavík, 13. mars 2006..

Ólafur Ragnar Grímsson.
(L. S.)

Sturla Böðvarsson.

A deild - Útgáfud.: 27. mars 2006