1. gr. 2. mgr. 3. gr. orðast svo: Stjórn Listamannalauna úthlutar fé úr Listasjóði. Sérstakar þriggja manna úthlutunarnefndir sem menntamálaráðherra skipar árlega og eigi síðar en 15. ágúst, eina fyrir Launasjóð rithöfunda skv. tilnefningu Rithöfundasambands Íslands, eina fyrir Launasjóð myndlistarmanna skv. tilnefningu Sambands íslenskra myndlistarmanna og eina fyrir Tónskáldasjóð skv. tilnefningu Tónskáldafélags Íslands, veita fé úr framangreindum sjóðum sbr. 6.-8. gr. laga nr. 35/1991 með áorðnum breytingum. Tilnefningum af hálfu tilnefningaraðila skal hagað þannig að á aðalfundi eða formlega boðuðum félagsfundi er ákveðið hvernig staðið skuli að tilnefningu, við tilnefningu verður leitast við að tryggja sem jafnastan hlut karla og kvenna í úthlutunarnefndum og þess gætt að sami aðili verði ekki tilnefndur oftar en þrjú ár í röð. 2. gr. Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 12. gr. laga um listamannalaun, nr. 35/1991, með áorðnum breytingum og öðlast gildi 1. september 2007. Menntamálaráðuneytinu, 15. ágúst 2007. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Guðmundur Árnason. |