Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 16/2007

Nr. 16/2007 1. mars 2007
LÖG
um breytingu á lagaákvæðum er varða tollkvóta við innflutning landbúnaðarafurða.
FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:
 
I. KAFLI
Breyting á tollalögum, nr. 88/2005.
1. gr.
    Við 12. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
    Landbúnaðarráðherra úthlutar tollkvótum samkvæmt öðrum skuldbindingum Íslands um innflutning á landbúnaðarvörum í fríverslunar- og milliríkjasamningum en þeim sem tilgreindar eru í 1.–3. mgr. enda sé tollur lagður á vöruna sem magntollur eftir því sem í tollskrá í viðauka I greinir. Um úthlutun tollkvóta samkvæmt þessari málsgrein fer skv. 65. gr. B laga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993.

II. KAFLI
Breyting á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 99/1993.
2. gr.
    Í stað orðanna „nr. 55/1987“ í 1. mgr. 31. gr. laganna kemur: nr. 88/2005.

3. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 65. gr. laganna:
    a.    Í stað orðanna „tollalög, nr. 55/1987“ í 1. mgr. kemur: tollalög, nr. 88/2005; og í stað orðanna „6. gr. A“ í sömu málsgrein kemur: 12. gr.
    b.    1. málsl. 3. mgr. fellur brott.
    c.    Í stað orðanna „skv. XIV. kafla tollalaga, nr. 55/1987“ í 4. mgr. kemur: skv. XXII. kafla tollalaga.

4. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 65. gr. A laganna:
    a.    Í stað orðanna „tollalög, nr. 55/1987“ í 1. mgr. kemur: tollalög, nr. 88/2005.
    b.    Í stað orðanna „6. gr. A“ í 1. og 2. mgr. kemur: 12. gr.

5. gr.
    Á eftir 65. gr. A laganna kemur ný grein, 65. gr. B, er orðast svo:
    Landbúnaðarráðherra úthlutar tollkvótum sem tilgreindir eru í 4. mgr. 12. gr. tollalaga er varða aðrar skuldbindingar Íslands um innflutning á landbúnaðarvörum í fríverslunar- og milliríkjasamningum en þær sem greinir í 65. gr. og 65. gr. A enda sé tollur lagður á vöruna sem magntollur eftir því sem í tollskrá í viðauka I við tollalög, nr. 88/2005, greinir. Úthlutun tollkvóta skal fara eftir ákvæðum 65. gr.
    Landbúnaðarráðherra birtir í reglugerð þær reglur sem gilda um úthlutun tollkvóta samkvæmt þessari grein þar sem m.a. komi fram úthlutunarkvóti, innflutningstímabil, tolltaxtar, viðurlög við misnotkun, sbr. 4. mgr. 65. gr., og aðrir skilmálar sem um innflutninginn skulu gilda.

6. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 84. gr. laganna:
    a.    Í stað orðanna „nr. 55/1987“ í 8. mgr. kemur: nr. 88/2005.
    b.    Í stað orðanna „120. gr. A í tollalögum, nr. 55/1987“ í 9. mgr. kemur: 139. gr. tollalaga, nr. 88/2005.

7. gr.
    Í stað orðanna „120. gr.“ í 86. gr. laganna kemur: 138. gr.

8. gr.
    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört í Reykjavík, 1. mars 2007.
 
Ólafur Ragnar Grímsson.
(L. S.)
Guðni Ágústsson.
A deild - Útgáfud.: 2. mars 2007