1. gr. 4. gr. orðist svo: Innleiðing. Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirfarandi reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (EB), með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins og bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans: - Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1032/2006 frá 6. júlí 2006 um kröfur um sjálfvirk kerfi til að skiptast á fluggögnum að því er varðar tilkynningu, samræmingu og yfirfærslu upplýsinga um flug milli flugstjórnardeilda, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 134/2006 frá 27. október 2006. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 77, 18. desember 2008, bls. 61.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 30/2009 frá 16. janúar 2009 um breytingu á reglugerð nr. 1032/2006 að því er varðar kröfur um sjálfvirk kerfi til að skiptast á fluggögnum til stuðnings gagnatengingaþjónustu, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 100/2009 frá 25. september 2009. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 21, 29. apríl 2010, bls. 80.
2. gr. Gildistaka. Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 57. gr. a, 5. mgr. 75. gr. og 76. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 10. maí 2010. Kristján L. Möller. Ragnhildur Hjaltadóttir.
|