Með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga nr. 104/2001 um húsafriðun hefur mennta- og menningarmálaráðherra ákveðið að fenginni tillögu húsafriðunarnefndar að friða elsta hluta Landspítalans í Reykjavík, sem byggður var á árunum 1926-1930. Friðunin nær til ytra byrðis. Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 26. maí 2011. Katrín Jakobsdóttir. Karitas H. Gunnarsdóttir. |