1. gr. Til að mæta þeim kostnaði sem ríkisskattstjóri hefur af gerð bindandi álita í skattamálum skal hver sá sem óskar eftir áliti greiða gjald eftir því sem kveðið er á um í gjaldskrá þessari. 2. gr. Þegar beiðni um bindandi álit er lögð fram skal greiða grunngjald kr. 75.000. Að auki skal greiða 7.500 kr. viðbótargjald fyrir hverja vinnustund við gerð bindandi álits umfram 10 vinnustundir áður en álitið er látið uppi. 3. gr. Heimilt er að endurgreiða grunngjald ef álitsbeiðandi dregur beiðni sína um bindandi álit til baka áður en vinna hefst við gerð álitsins. Ennfremur er heimilt að endurgreiða allt að helming grunngjaldsins ef beiðni um bindandi álit er vísað frá án þess að þörf sé á sérstökum rökstuðningi. Að öðru leyti gilda ákvæði 2. gr. um frávísanir. 4. gr. Gjaldskrá þessi, sem sett er með heimild í 7. gr. laga nr. 91/1998 um bindandi álit í skattamálum, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Fjármálaráðuneytinu, 9. febrúar 2010. F. h. r. Maríanna Jónasdóttir. Ása Ögmundsdóttir. |