1. gr. Með vísan til 24. og 25. gr. laga um grunnskóla, nr. 91/2008, með áorðnum breytingum, staðfestir mennta- og menningarmálaráðherra hér með að ný aðalnámskrá grunnskóla, sem birt er sem fylgiskjal með auglýsingu þessari, tekur gildi frá og með 1. ágúst 2011. Aðalnámskráin kemur til framkvæmda í skólum frá og með skólaárinu 2011-2012 eftir því sem við verður komið og skal að fullu vera komin til framkvæmda eigi síðar en að þremur árum liðnum frá gildistöku. Jafnframt fellur aðalnámskrá grunnskóla frá 20. desember 2006 úr gildi. 2. gr. Aðalnámskrá grunnskóla lýsir sameiginlegum markmiðum og kröfum sem eiga við um alla nemendur, kennara og stjórnendur skólans og annað starfsfólk. Hún er jafnframt viðmiðun við samræmt námsmat í grunnskólum, mat á skólum og skólastarfi, leiðarljós fyrir þá sem fást við námsefnisgerð og kennaramenntun, grundvöllur skólanámskrárgerðar og sjálfsmats skóla og stefnumörkunar sveitarfélaga. Aðalnámskrá er einnig upplýsing og viðmiðun fyrir foreldra svo að þeir geti fylgst með starfsháttum skólans, árangri skólastarfs, velferð og líðan nemenda. Aðalnámskrá veitir einnig nemendum margháttaðar upplýsingar um skólastarf. Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, 1. júlí 2011. Svandís Svavarsdóttir. Ásta Magnúsdóttir. Fylgiskjal. (sjá PDF-skjal) |