Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1055/2010

Nr. 1055/2010 27. desember 2010
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 1018/2010, um fyrirframgreiðslu tekjuskatts hjá stóriðjufyrirtækjum á árunum 2010, 2011 og 2012.

1. gr.

Í stað orðanna „Alcoa á Íslandi ehf.“ í d-lið 1. gr. kemur: Alcan á Íslandi hf.

2. gr.

Í stað orðanna „Alcoa á Íslandi ehf.“ í d-lið 3. gr. kemur: Alcan á Íslandi hf.

3. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi og er sett samkvæmt heimild í ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 18/1977, um járnblendiverksmiðju í Hvalfirði, með síðari breytingum, ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 62/1997, um heimild til samninga um álbræðslu á Grundartanga, með síðari breytingum, ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 12/2003, um heimild til samninga um álverksmiðju í Reyðarfirði, með síðari breytingum, og samningi milli ríkisstjórnar Íslands og Alcan Holdings Switzerland Ltd., dags. 7. desember 2009, um viðauka við aðalsamning milli sömu aðila, dags. 28. mars 1966, um byggingu og rekstur álbræðslu við Straumsvík, í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar, sbr. lög nr. 151/2009, um tímabundna breytingu á heimildarlögum um stóriðju vegna skattgreiðslna á árunum 2010, 2011 og 2012 o.fl.

Fjármálaráðuneytinu, 27. desember 2010.

F. h. r.

Maríanna Jónasdóttir.

Þórður Reynisson.

B deild - Útgáfud.: 30. desember 2010