1. gr. Eftirfarandi breytingar verði á 3. gr.: - Í stað orðanna: „eða c-lið þessarar greinar“ í 1. mgr. komi: c- eða d-lið þessarar greinar.
- Við 1. mgr. bætist nýr stafliður, er verði d) liður, svohljóðandi:
Til að hefja nám á viðskipta- og hagfræðibraut skulu nemendur hafa þreytt samræmd lokapróf í íslensku, ensku, stærðfræði og einni grein að auki. Meðaltal einkunnar á samræmdu lokaprófi og skólaeinkunnar við lok grunnskóla í íslensku, ensku og stærðfræði skal vera 6,0 að lágmarki í hverri námsgrein og auk þess verður einkunn á samræmdu lokaprófi að vera 5,0 eða hærri í hverri þessara námsgreina. Um lágmarksárangur í fjórðu greininni gilda sömu ákvæði og tilgreind eru í 2. gr. fyrir íslensku og stærðfræði.
2. gr. 2. mgr. 9. gr. orðist svo: Menntamálaráðuneytið ákveður fyrirkomulag innritunar í framhaldsskóla og gefur út leiðbeiningar til umsækjenda um frágang umsókna. Menntamálaráðuneytið auglýsir umsóknarfrest um skólavist í framhaldsskólum árlega. Til að umsóknir um skólavist teljist gildar verður að skila þeim áður en umsóknarfrestur rennur út. Menntamálaráðuneytinu, 13. febrúar 2007. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Guðmundur Árnason. |