Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 117/2009

Nr. 117/2009 21. desember 2009
LÖG
um breytingu á lögum nr. 45/1997, um vörumerki, með síðari breytingum.

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.
    2. mgr. 6. gr. laganna orðast svo:
    Hafi eigandi vörumerkis markaðssett vöru eða þjónustu sem nýtur vörumerkjaréttar eða heimilað slíkt innan Evrópska efnahagssvæðisins getur hann ekki síðar hindrað notkun, sölu, leigu, innflutning, útflutning eða annars konar dreifingu vörunnar eða þjónustunnar á því svæði.

2. gr.
    Lög þessi, sem snerta innleiðingu á 1. mgr. 7. gr. fyrstu tilskipunar ráðsins 89/104/EBE frá 21. desember 1988 um samræmingu á lögum aðildarríkja um vörumerki, sbr. nú tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/95/EB frá 22. október 2008 um samræmingu á lögum aðildarríkja um vörumerki, öðlast þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum, 21. desember 2009.

Ólafur Ragnar Grímsson.
(L. S.)

Gylfi Magnússon.

A deild - Útgáfud.: 28. desember 2009