1. gr. Við 3. gr. bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi: Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. er Neytendastofu heimilt að beiðni hlutaðeigandi hafnarstjórnar og að fenginni umsögn Fiskistofu að veita aðila undanþágu, til 18 mánaða í senn, til hafnarvigtunar. Skilyrði til veitingar undanþágu samkvæmt þessari grein eru: - að fámenni í viðkomandi byggðarlagi valdi því að örðugt er að fá til starfa löggiltan vigtarmann sem uppfyllir öll skilyrði 2. mgr.
- að sveitarfélag sýni fram á að leitað hafi verið eftir aðila til starfa sem uppfyllir öll skilyrði 2. mgr.
Auk þessa skal sveitarstjórn gera grein fyrir því hvernig brugðist verði við er hafnarvigtarmaður er vanhæfur til vigtunar, sbr. ákvæði 5. gr. 2. gr. Framangreindar breytingar öðlast þegar gildi. Neytendastofu, 2. janúar 2008. Tryggvi Axelsson. Hjördís Björk Hjaltadóttir. |