FORSETI ÍSLANDS gjörir kunnugt: Samkvæmt tillögu forsætisráðherra er gerð sú breyting á forsetaúrskurði nr. 184 frá 31. desember 2011, um skiptingu starfa ráðherra, sbr. forsetaúrskurð um breytingu á forsetaúrskurði nr. 12 frá 24. febrúar 2012, að frá og með 6. júlí 2012 skuli Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra, fara með iðnaðarráðuneytið, í stað Oddnýjar G. Harðardóttur, fjármálaráðherra, um stundarsakir, í fjarveru Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, vegna fæðingarorlofs hennar, eða þar til annað verður ákveðið. Gjört á Bessastöðum, 5. júlí 2012. Ólafur Ragnar Grímsson. (L. S.) Steingrímur J. Sigfússon. |