Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 87/2012

Nr. 87/2012 5. júlí 2012
ÚRSKURÐUR
um breytingu á forsetaúrskurði nr. 184 frá 31. desember 2011, um skiptingu starfa ráðherra, sbr. úrskurð um breytingu á forsetaúrskurði nr. 12 frá 24. febrúar 2012.

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt:

Samkvæmt tillögu forsætisráðherra er gerð sú breyting á forsetaúrskurði nr. 184 frá 31. desember 2011, um skiptingu starfa ráðherra, sbr. forsetaúrskurð um breytingu á forsetaúrskurði nr. 12 frá 24. febrúar 2012, að frá og með 6. júlí 2012 skuli Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra, fara með iðnaðarráðuneytið, í stað Oddnýjar G. Harðardóttur, fjármálaráðherra, um stundarsakir, í fjarveru Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, vegna fæðingarorlofs hennar, eða þar til annað verður ákveðið.

Gjört á Bessastöðum, 5. júlí 2012.

Ólafur Ragnar Grímsson.

(L. S.)

Steingrímur J. Sigfússon.

A deild - Útgáfud.: 5. júlí 2012