Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1130/2007

Nr. 1130/2007 5. nóvember 2007
REGLUGERÐ
um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla (III).

1. gr.

Eftirfarandi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB), sem vísað er til á eftir lið 10ba í XXII. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 71/2005, frá 29. apríl 2005, um breytingu á XXII. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XXII. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2237/2004 frá 29. desember 2004 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1725/2003 um innleiðingu tiltekinna, alþjóðlegra reikningsskilastaðla í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1606/2002 að því er varðar IAS-staðal 32 og túlkun túlkunar­nefndar um alþjóðlegu reikningsskilastaðlana, IFRIC-túlkun 1.

2. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnar (EB) nr. 2237/2004 og ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 71/2005, sbr. 1. gr. sem birt hefur verið í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 46, dags. 15. september 2005, bls. 38-39, eru birtar sem fylgiskjal með reglugerð þessari.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 127. gr. laga nr. 3/2006, um ársreikninga, skal gilda fyrir félög sem skylt er eða nýta sér heimild til að semja árs­reikn­inga sína og samstæðureikninga í samræmi við innleidda alþjóðlega reikningsskila­staðla, öðlast þegar gildi og skal gilda fyrir hvert það reikningsár sem hefst 1. janúar 2007 eða síðar.

Fjármálaráðuneytinu, 5. nóvember 2007.

F. h. r.

Baldur Guðlaugsson.

Þórður Reynisson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)

B deild - Útgáfud.: 30. nóvember 2007