Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 180/2007

Nr. 180/2007 6. mars 2007
REGLUGERÐ
um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Evrópubandalaginu.

1. gr.

Reglugerð þessi gildir um úthlutun landbúnaðarráðherra á tollkvótum samkvæmt samn­ingi milli Íslands og Evrópubandalagsins um viðskipti með landbúnaðarvörur á grund­velli 19. gr. EES-samningsins og með vísun til 4. mgr. 12. gr. tollalaga, nr. 88/2005, með síðari breytingum, og í samræmi við tillögur nefndar skv. 87. gr. laga nr. 99/1993. Toll­kvótar samkvæmt reglugerð þessari taka til vara sem upprunnar eru í ríkjum Evrópu­bandalagsins, sbr. bókun 4 við EES-samninginn.

2. gr.

Ákvæði eftirfarandi töflu gilda um vörumagn, tímabil innflutnings, verð- og magntoll:

Vara

Tímabil

Vörumagn

Verðtollur

Magntollur

Vöruliður:

kg

%

kr./kg

0202

Kjöt af dýrum af nautgripakyni, fryst

01.03.07 - 31.12.07

100.000

0

0

0203

Svínakjöt, fryst

01.03.07 - 31.12.07

200.000

0

0

0207

Kjöt af alifuglum, fryst

01.03.07 - 31.12.07

200.000

0

0

0208.9003

Rjúpur, frystar

01.03.07 - 31.12.07

ótilgreint

0

0

ex 0210

Kjöt og ætir hlutar af dýrum, saltað, í saltlegi, þurrkað eða reykt; ætt mjöl, einnig finmalað, úr kjöti eða hlutum af dýrum (**)

01.03.07 - 31.12.07

50.000

0

0

ex 0406

Ostur og ystingur (**)

01.03.07 - 31.12.07

20.000

0

0

0406

Ostur og ystingur

01.03.07 - 31.12.07

80.000

0

0

1601

Pylsur og þess háttar vörur úr kjöti, hlutum af dýrum eða blóði; matvæli gerð aðallega úr þessum vörum

01.03.07 - 31.12.07

50.000

0

0

1602

Annað kjöt, hlutar af dýrum eða blóð, unnið eða varið skemmdum

01.03.07 - 31.12.07

50.000

0

0

(**) skráð í samræmi við reglugerð ráðsins (EB) nr. 510/2006 um vernd landfræðilegra merkinga og uppruna landbúnaðarafurða og matvæla

Við innflutning á vörum sem falla undir þau tollskrárnúmer þar sem vörumagn er ótilgreint skal gilda sá verð- og/eða magntollur sem tilgreindur er í 1. mgr. yfir tilgreint tímabil.

3. gr.

Tollkvótum er úthlutað samkvæmt auglýsingu landbúnaðarráðuneytisins þar sem til­greindir eru skilmálar vegna úthlutunarinnar. Berist umsóknir um meira magn inn­flutnings en auglýstum tollkvóta nemur hverju sinni, skal leita tilboða í tollkvóta vegna við­komandi vöruliðar. Tilboð skulu ráða úthlutun.

Hafi tilboð ráðið úthlutun skv. 1. mgr. skal viðkomandi leysa til sín úthlutaðan tollkvóta annaðhvort með greiðslu andvirðis tollkvótans eða framlagningu fullnægjandi tryggingar fyrir greiðslu fyrir 1. maí 2007. Landbúnaðarráðherra er heimilt að endurúthluta óinn­leystum tollkvótum.

Úthlutun skv. 1. mgr. er ekki framseljanleg.

4. gr.

Innflutningur verður því aðeins leyfður að uppfyllt séu ákvæði reglugerðar nr. 509/2004 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins.

5. gr.

Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum skv. 82. gr. laga nr. 99/1993. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála.

6. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 65. gr. A og 87. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi og gildir til og með 31. desember 2007.

Landbúnaðarráðuneytinu, 6. mars 2007.

Guðni Ágústsson.

Atli Már Ingólfsson.

B deild - Útgáfud.: 6. mars 2007