1. gr. Hámarksábyrgð á kröfum launamanna skv. a- og b-lið 5. gr. laga um Ábyrgðasjóð launa, nr. 88/2003, skal vera 345.000 kr. miðað við hvern mánuð. Hámarksábyrgð á kröfum skv. c-lið 5. gr. laganna skal vera 552.000 kr. 2. gr. Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 1. mgr. 6. gr. laga um Ábyrgðasjóð launa, nr. 88/2003, öðlast gildi 1. janúar 2008. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 1107/2006, um hámark ábyrgðar Ábyrgðasjóðs launa. Félagsmálaráðuneytinu, 20. desember 2007. Jóhanna Sigurðardóttir. Hanna Sigr. Gunnsteinsdóttir. |