1. gr. Með vísan til 2. og 3. gr. reglugerðar nr. 605, 24. júní 2008 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2007/2008 staðfestir ráðuneytið sérstök skilyrði vegna úthlutunar aflaheimilda í eftirfarandi sveitarfélögum: Sveitarfélagið Árborg. Ákvæði reglugerðar nr. 605 frá 24. júní 2008 gilda um úthlutun byggðakvóta Eyrarbakka með eftirfarandi viðauka/breytingum: | a) | 4. gr. reglugerðarinnar breytist þannig: Úthlutun aflamarks samkvæmt reglugerð þessari skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglum um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal úthlutað hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við landaðan afla í þorskígildum talið á tímabilinu 1. maí 2007 til 30. apríl 2008. | | b) | Í stað tveggja fyrstu málsgreina 6. gr. reglugerðarinnar kemur: Fiskiskipum er skylt að landa afla sem nemur, í þorskígildum talið, tvöföldu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað samkvæmt reglugerð þessari. |
Árneshreppur. Ákvæði reglugerðar nr. 605 frá 24. júní 2008 gilda um úthlutun byggðakvóta Árneshrepps með eftirfarandi viðauka/breytingum: | a) | Í stað tveggja fyrstu málsgreina 6. gr. reglugerðarinnar kemur: Fiskiskipum er skylt að landa afla sem nemur, í þorskígildum talið, tvöföldu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað samkvæmt reglugerð þessari. |
Norðurþing. Ákvæði reglugerðar nr. 605 frá 24. júní 2008 gilda um úthlutun byggðakvóta Húsavíkur, Kópaskers og Raufarhafnar með eftirfarandi viðauka/breytingum: | a) | 4. gr. reglugerðarinnar breytist þannig: 15 þorskígildislesta hámark er fellt niður. | | b) | 6. gr. reglugerðarinnar breytist þannig: Fiskiskipum er skylt að landa til vinnslu innan sveitarfélagsins afla sem nemur, í þorskígildum talið, tvöföldu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað o.s.frv. |
Vesturbyggð. Ákvæði reglugerðar nr. 605 frá 24. júní 2008 gilda um úthlutun byggðakvóta Brjánslækjar með eftirfarandi viðauka/breytingum: | a) | 4. gr. reglugerðarinnar breytist þannig: Úthlutun aflamarks samkvæmt reglugerð þessari skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglum um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal úthlutað hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við landaðan afla í þorskígildum talið á tímabilinu 1. maí 2007 til 30. apríl 2008. |
2. gr. Auglýsing þessi, sem birt er samkvæmt heimild í 5. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Jafnframt eru felldar úr gildi áður auglýstar reglur um úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2007/2008 vegna Brjánslækjar, í auglýsingu nr. 749 frá 25. júlí 2008. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 6. nóvember 2008. F. h. r. Steinar Ingi Matthíasson. Hinrik Greipsson. |