1. gr. Bókstafsliðir b, c og d undir tölulið 3.1 í 3. gr. breytast og orðast svo: Starfsskyldur lektora og dósenta í hálfu starfi (50%) eða meira skiptast almennt í 50% kennslu, 50% rannsóknir og stjórnun sem skiptist á milli kennslu og rannsókna. Því til viðbótar komi til afsláttur á kennsluskyldu fyrir nánar skilgreind stjórnunarstörf, sbr. 2. mgr. töluliðar 2.3 í 2. gr. þessara reglna. Starfsskyldur lektora og dósenta sem eru í minna en hálfu starfi (50%) skiptast í 74% kennslu, 26% rannsóknir og stjórnun sem skiptist á milli kennslu og rannsókna. Því til viðbótar komi til afsláttur á kennsluskyldu fyrir nánar skilgreind stjórnunarstörf, sbr. 2. mgr. töluliðar 2.3 í 2. gr. þessara reglna. Starfsskyldur aðjúnkta í hálfu starfi (50%) eða meira skiptast almennt í 67% kennslu, 33% rannsóknir og stjórnun sem skiptist á milli kennslu og rannsókna. Því til viðbótar komi til afsláttur á kennsluskyldu fyrir nánar skilgreind stjórnunarstörf, sbr. 2. mgr. töluliðar 2.3 í 2. gr. þessara reglna.
2. gr. Eftirfarandi breytingar verða á I. lið töluliðar 3.2 í 3. gr.: Töluliður 5 undir lið A fellur brott. 2. mgr. ásamt tilheyrandi töflum orðast svo: Hlutfallslega aukin kennsluskylda samkvæmt lið A er eins og fram kemur í töflum A, B og C þegar um fullt starf er að ræða.
Tafla A Rannsóknavirkni, 3 ára meðaltal | Tafla B Rannsóknavirkni, 3 ára meðaltal | Tafla C Rannsóknavirkni, 3 ára meðaltal | Lektorar og dósentar í fullu starfi | Prófessorar í fullu starfi | Aðjúnktar, fullt starf | Rannsóknastig | Kennsluskylda | Rannsóknastig | Kennsluskylda | Rannsóknastig | Kennsluskylda | 9 | 51% | 9 | 49% | 6 | 68% | 8 | 52% | 8 | 50% | 5 | 69% | 7 | 53% | 7 | 51% | 4 | 70% | 6 | 54% | 6 | 52% | 3 | 71% | 5 | 55% | 5 | 53% | 2 | 72% | 4 | 56% | 4 | 54% | 1 | 73% | 3 | 57% | 3 | 55% | 0 | 74% | 2 | 58% | 2 | 56% | | | 1 | 59% | 1 | 57% | | | 0 | 60% | 0 | 58% | | |
3. gr. 1. málsl. 1. mgr. 5. gr. orðast svo: Til þess að eiga kost á rannsóknamisseri skal meðaltal rannsóknastiga úr völdum flokkum matskerfis opinberra háskóla, sbr. 1. tölulið 2. mgr. 6. gr. reglna nr. 263/2010 um framgang og ótímabundna ráðningu akademískra starfsmanna við Háskóla Íslands, nema a.m.k. 10 stigum á ári. 4. gr. Ákvæði til bráðabirgða, sbr. 2. gr. reglna nr. 189/2013, fellur brott. 5. gr. Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, eru settar samkvæmt heimild í 5. mgr. 15. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast þegar gildi. Háskóla Íslands, 18. febrúar 2015. Kristín Ingólfsdóttir. Þórður Kristinsson. |