Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 351/2011

Nr. 351/2011 24. mars 2011
AUGLÝSING
um deiliskipulag Berserkseyrar ytri 2 og 3, Grundarfjarðarbæ.

Samkvæmt skipulags- og byggingarlögum samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar þann 28. janúar 2011 deiliskipulag Berserkseyrar ytri 2 og 3, Grundarfirði. Deiliskipulagið felst í að markaðar eru tvær frístundalóðir í landi Berserkseyrar ytri 2 og ein í landi Berserkseyrar ytri 3. Húsin skulu vera á einni hæð en heimilt er að hafa kjallara. Hámarksgrunnflötur er 100 m² og geta húsin verið 200 m² ef kjallari er byggður. Ef kjallari er ekki byggður er heimilt að nýta rými í risi fyrir svefnloft.
Deiliskipulagið hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.

Grundarfirði, 24. mars 2011.

Smári Björnsson skipulagsfulltrúi.

B deild - Útgáfud.: 6. apríl 2011