Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 23/2015

Nr. 23/2015 19. janúar 2015
REGLUR
um breytingu á reglum um inntöku nýnema og inntökupróf í lagadeild Háskóla Íslands, nr. 928/2013.

1. gr.

1. mgr. 2. gr. orðast svo:

Inntökupróf til að hefja grunnnám í lagadeild er haldið í júní ár hvert. Lagadeild ákveður dag­setn­ingu fyrir inntökupróf í samráði við kennslusvið. Deildinni er heimilt, að höfðu sam­ráði við kennslusvið, að halda prófið tvisvar sinnum á ári. Prófið er haldið á vegum Háskóla Íslands og í húsnæði á hans vegum.

2. gr.

4 . gr. orðast svo:

Nemendur sem hyggjast hefja nám í lagadeild sækja um nám við deildina í samræmi við almennar reglur Háskóla Íslands og ákvæði 6. gr. reglna nr. 319/2009 um inntökuskilyrði í grunnnám.

3. gr.

5 . gr. orðast svo:

Ef umsækjendur eru fleiri en fjöldatakmörkun samkvæmt 1. gr. kveður á um skal ákvörðun um inntöku nýnema byggð á frammistöðu í aðgangsprófi fyrir háskólastig annars vegar og frammistöðu á stúdentsprófi hins vegar. Ef umsækjandi hefur ekki stúdentspróf en fullnægir engu að síður skilyrðum 6. gr. reglna nr. 319/2009 skal einvörðungu miðað við frammistöðu hans á inntökuprófi. Sama á við ef ekki er möguleiki á að reikna meðaleinkunn hans af stúdentsprófi samkvæmt fyrirmælum 3. mgr., s.s. ef próf umsækjanda byggist ekki á einkunn eða einkunnum gefnum í tölum eða á grunni sambærilegs mælikvarða.

Einkunn fyrir frammistöðu á inntökuprófi er gefin á sérstökum einkunnastiga sem ákveðinn er fyrir það próf. Við ákvörðun um inntöku í BA-nám við lagadeild Háskóla Íslands gildir þessi frammistaða 80%. Meðaleinkunn á stúdentsprófi gildir 20%.

Meðaleinkunn á stúdentsprófi byggist á meðaleinkunn frá viðkomandi framhaldsskóla og skal að meginreglu ákvörðuð þannig að tekið er vegið meðaltal allra lokaeinkunna einstakra námskeiða viðkomandi umsækjanda í námi hans til stúdentsprófs. Ef meðaleinkunn úr einstökum skólum byggist á reiknireglu sem víkur umtalsvert frá þessu er forseta laga­deildar heimilt að ákveða að reikna meðaleinkunn úr þeim skólum sérstaklega. Hann tekur einnig ákvörðun ef beita þarf heimild 1. mgr. til að byggja einvörðungu á frammistöðu í aðgangs­prófi. Þegar meðaleinkunn stúdentsprófs hefur verið ákveðin er hún yfirfærð á sam­bæri­legan einkunnakvarða og notaður er í inntökuprófi og umsækjendum að því loknu raðað samkvæmt 2. mgr.

Þeir umsækjendur sem bestum árangri náðu á inntökuprófi og stúdentsprófi samkvæmt framan­greindu fá aðgang að BA-námi við lagadeild. Hafi nemandi tekið fleiri en eitt inntöku­próf á síðustu 24 mánuðum áður en umsóknarfrestur rann út skal miða við síðasta próf sem umsækjandi tók.

Umsækjandi sem öðlast rétt til BA-náms við lagadeild samkvæmt reglum þessum skal hefja námið þegar á næsta haustmisseri eftir að honum var veittur aðgangur að deildinni, ella missir hann réttinn. Ákvörðun um að taka nýnema inn í BA-nám við lagadeild skal tilkynnt honum sérstaklega þegar niðurstaða liggur fyrir. Hafi nýnemi ekki staðfest innan tveggja vikna frá tilkynningu að hann muni hefja nám við deildina verður sætinu úthlutað til þess sem næstur er í röðinni, enda sé fjöldatakmörkun skv. 1. gr. ekki náð. Þiggi sá ekki sætið innan einnar viku verður þeim sem þá er næstur í röðinni boðið sæti, og þannig koll af kolli fram til 20. ágúst. Eftir þann tíma verða nýir nemar ekki teknir inn í deildina. Ef tveir eða fleiri umsækjendur eru jafnir í síðasta sæti, að teknu tilliti til fjöldatakmörkunar, öðlast báðir eða allir rétt til náms á næsta haustmisseri.

4. gr.

Reglur þessar hefur háskólaráð sett á grundvelli tillögu félagsvísindasviðs f.h. lagadeildar, með vísan til 3. mgr. 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla, sbr. 3. mgr. 47. gr. reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands. Reglurnar öðlast þegar gildi.

Háskóla Íslands, 19. janúar 2015.

Kristín Ingólfsdóttir.

Þórður Kristinsson.

B deild - Útgáfud.: 20. janúar 2015