1. gr. Þvingunaraðgerðir. Á eftir 13. tölul. 1. mgr. 2. gr. reglugerðar um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu nr. 281/2014, ásamt síðari breytingum, komi tveir nýir töluliðir sem hljóði svo: | 14) | Ákvörðun ráðsins 2014/386/SSUÖ frá 23. júní 2014 um takmarkanir að því er varðar vörur sem eru upprunnar á Krím eða í Sevastopol vegna ólöglegrar innlimunar Kríms og Sevastopol. | | 15) | Reglugerð ráðsins (ESB) nr. 692/2014 frá 23. júní 2014 um takmarkanir á innflutningi til Sambandsins á vörum sem eru upprunnar á Krím eða í Sevastopol vegna ólöglegrar innlimunar Kríms og Sevastopol. |
2. gr. Fylgiskjöl. Gerðir sem vísað er til í 14. og 15. tölul. eru birtar sem fylgiskjöl 1 og 2 við reglugerð þessa. 3. gr. Leiðrétting. Ákvæði ii. undirliðar a-liðar 1. mgr. 1. gr. reglugerða ráðsins (ESB) nr. 208/2014 og 269/2014, sbr. fylgiskjal 2 við reglugerð nr. 281/2014 um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu og fylgiskjal 2 við reglugerð nr. 287/2014 um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Úkraínu nr. 281/2014 hljóði svo: ii. | kröfu um framlengingu eða greiðslu skuldabréfs, fjárhagslegar tryggingar eða skaðleysisbætur í hvaða mynd sem er, |
4. gr. Gildistaka o.fl. Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi. Utanríkisráðuneytinu, 30. júlí 2014. Gunnar Bragi Sveinsson. Einar Gunnarsson. Fylgiskjöl. (sjá PDF-skjal) |