1. gr. Takmörkun á inntöku í námsgreinar læknadeildar. Fjöldi nemenda á 1. námsári í læknisfræði takmarkast við töluna 48. Fjöldi nemenda á 1. námsári í sjúkraþjálfun takmarkast við töluna 25. Fjöldi nemenda á vormisseri 1. námsárs í geislafræði takmarkast við töluna 15. Fjöldi nemenda á vormisseri 1. námsárs í lífeindafræði takmarkast við töluna 20. Um framkvæmd fjöldatakmörkunar í læknadeild gilda eftirfarandi reglur, sem aðgengilegar eru á vef læknadeildar: a) | Reglur nr. 1042/2003, um inntöku nýnema í læknisfræðiskor og sjúkraþjálfunarskor, eins og þeim var breytt með reglum nr. 277/2006 og reglum nr. 1057/2006. | b) | Reglur nr. 540/2005, um val nemenda til náms í geislafræði og lífeindafræði. |
2. gr. Takmörkun á inntöku í námsgreinar hjúkrunarfræðideildar. Fjöldi nemenda í hjúkrunarfræði takmarkast við töluna 105. Um val nemenda til náms í hjúkrunarfræði gilda reglur nr. 502/2002, eins og þeim var breytt með reglum nr. 1026/2003 og reglum nr. 279/2006. Reglurnar eru birtar í kennsluskrá og aðgengilegar á vef hjúkrunarfræðideildar. Fjöldi nemenda í ljósmóðurfræði takmarkast við töluna 10. Um val nemenda til náms í ljósmóðurfræði gilda reglur um það efni sem háskólaráð setti þann 5. október 1995 og birtar eru í kennsluskrá. 3. gr. Takmörkun á inntöku í námsgreinar tannlæknadeildar. Fjöldi nemenda á vormisseri 1. námsárs í tannlæknisfræði takmarkast við töluna 7. Fjöldi nemenda á vormisseri 1. námsárs í tannsmíði takmarkast við töluna 6. Um val nemenda gilda reglur tannlæknadeildar um samkeppnispróf sem birtar eru í kennsluskrá. 4. gr. Takmörkun á inntöku í námsgreinar félagsvísindadeildar. Fjöldatakmörkun í félagsvísindadeild verður sem hér segir: A. Inntaka nemenda í kennslufræði til kennsluréttinda. Fjöldi nýrra nemenda í kennslufræði til kennsluréttinda takmarkast við töluna 90. Ef þeir sem sækja um að hefja námið, og uppfylla inntökuskilyrði, eru fleiri en unnt er að taka inn, mun val nemenda byggjast á eftirtöldum sjónarmiðum: a) | Kennaraskorti í ákveðnum greinum. | b) | Einkunnum í háskóla. | c) | Starfsreynslu. | d) | Dreifingu nemendahópsins á kennslugreinar. | e) | Greinargerð umsækjenda. | f) | Meðmælum. | g) | Viðtali ef þurfa þykir. |
B. Inntaka nemenda í meistaranám í blaða- og fréttamennsku. Fjöldi nýrra nemenda í meistaranámi í blaða- og fréttamennsku takmarkast við töluna 21. Ef þeir sem sækja um að hefja námið, og uppfylla inntökuskilyrði, eru fleiri en unnt er að taka inn mun val nemenda byggjast á eftirtöldum sjónarmiðum: a) | Einkunnum í háskóla. | b) | Dreifingu nemendahópsins á greinar. | c) | Reynslu af fjölmiðlastörfum. | d) | Reynslu af öðrum sviðum. | e) | Viðtali. |
C. Inntaka nemenda í fyrri hluta meistaranáms í náms- og starfsráðgjöf. Fjöldi nýrra nemenda í fyrri hluta meistaranáms í náms- og starfsráðgjöf takmarkast við töluna 30. Ef þeir sem sækja um að hefja námið, og uppfylla inntökuskilyrði, eru fleiri en unnt er að taka inn mun val nemenda byggjast á eftirtöldum sjónarmiðum: a) | Einkunnum í háskóla. | b) | Starfsreynslu. | c) | Meðmælum frá skólastjóra ef umsækjandi hefur kennslureynslu, annars frá kennara umsækjanda í háskóla. | d) | Persónulegum greinargerðum um forsendur og áhugasvið. | e) | Viðtölum ef þurfa þykir. |
Að auki kann að verða litið til dreifingar umsækjenda hvað varðar fyrstu prófgráðu, þannig að hlutfall nemenda verði sem jafnast með tilliti til greina sem þeir hafa lokið til B.A.-, B.Ed.-, B.S.-, eða BSc-prófs, D. Inntaka nemenda í seinni hluta meistaranáms í náms- og starfsráðgjöf. Fjöldi nýrra nemenda í seinni hluta meistaranáms í náms- og starfsráðgjöf (til M.A.-gráðu eftir fyrri hluta nám eða viðbótarnám) takmarkast við töluna 30. Miðað er við að jafnmargir nemendur verði teknir inn í fullt nám (15 nemendur) og hlutanám (15 nemendur). Meðal inntökuskilyrða í seinni hluta meistaranámsins er að viðkomandi hafi lokið fyrri hluta námsins með fyrstu einkunn (34 eininga viðbótarnám fæst metið sem 30 einingar) og að rannsóknasvið tengist rannsóknum kennara. E. Inntaka nemenda í cand.psych. nám. Fjöldi nýrra nemenda í framhaldsnámi í sálfræði (til cand.psych.-gráðu með starfsréttindi skv. lögum nr. 40/1976, til 60 eininga) takmarkast við töluna 20. F. Inntaka nemenda í meistaranám í félagsráðgjöf til starfsréttinda. Fjöldi nýrra nemenda í framhaldsnámi í félagsráðgjöf til starfsréttinda takmarkast við töluna 35. Ef þeir sem sækja um að hefja námið, og uppfylla inntökuskilyrði, eru fleiri en unnt er að taka inn mun val nemenda byggjast á eftirtöldum viðmiðum: a) | Einkunnum í háskóla. | b) | Starfsreynslu. | c) | Persónulegum greinargerðum um forsendur og áhugasvið. | d) | Umsögn frá yfirmanni á stofnun á sviði félagsmála- og heilbrigðisþjónustu ef við á. | e) | Persónulegum viðtölum ef þurfa þykir. | f) | Persónuleika- og /eða hæfnisprófum. | g) | Heilbrigðisvottorði. |
Nefndir, skipaðar starfsmönnum viðkomandi skora, annast val nemenda skv. liðum A-F. Nánari ákvæði um inntökuskilyrði og inntöku nemenda í þessar greinar er að finna í kennsluskrá og á vef félagsvísindadeildar. 5. gr. Takmörkun á inntöku nemenda í meistaranám í lýðheilsuvísindum. Fjöldi nýrra nemenda í fullu meistaranámi í lýðheilsuvísindum (MPH) takmarkast við töluna 20. Ef ekki næst að ráðstafa þessum 20 námssætum er námsstjórn heimilt að ráðstafa þeim sætum sem eftir standa þannig að umsækjendum sé boðið að vera í hlutanámi skv. 5. tölulið 68. gr. reglna HÍ nr. 458/2000. Ef þeir sem sækja um að hefja námið, og uppfylla inntökuskilyrði, eru fleiri en unnt er að taka inn mun val nemenda byggjast á eftirtöldum sjónarmiðum: a) | Einkunnum í háskóla. | b) | Námi að loknu B.A. eða B.S. prófi. | c) | Mati á áhuga og reynslu umsækjenda af rannsóknarstarfi. | d) | Umsögnum fyrri yfirmanna og kennara. | e) | Að fræðilegur bakgrunnur nemendahópsins sé sem fjölbreyttastur. | f) | Viðtölum ef þurfa þykir. | g) | Hvort umsækjandi hyggst stunda fullt nám eða hlutanám. |
Námsstjórn í lýðheilsuvísindum annast val nemenda. 6. gr. Gildistaka o.fl. Reglur þessar sem háskólaráð hefur sett, að fengnum tillögum háskóladeilda og á grundvelli heimildar í 2. mgr. 13. gr. laga nr. 41/1999 um Háskóla Íslands, gilda fyrir háskólaárið 2008-2009. Háskóla Íslands, 13. desember 2007. Kristín Ingólfsdóttir. Þórður Kristinsson. |