1. gr. Lög nr. 42/2010, um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum skulu gilda um störf sem falla undir starfsgreinaflokkun ÍSTARF95 sem hér segir: Bálka 7 og 8: Deildir 51, 91 og 93: Klasa 131: Starfaflokka 1222, 1223, 1225, 5169 og 5221 innan þeirra atvinnugreina sem samkomulag Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, sem tók gildi 15. júní 2010 sem og viðaukasamkomulagi sömu aðila frá 5. maí 2011, tekur til eins og þær eru skilgreindar í atvinnugreinaflokkun ÍSAT2008, sbr. viðauka við auglýsingu þessa. 2. gr. Auglýsing þessi, sem birt er á grundvelli 3. mgr. 1. gr. laga nr. 42/2010, um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum, öðlast þegar gildi. Velferðarráðuneytinu, 6. desember 2011. Guðbjartur Hannesson. Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir. Fylgiskjal. (sjá PDF-skjal) |