1. gr. Fyrsta grein er ný, svohljóðandi: Réttur stúdenta til að halda áfram námi á vormisseri 1. árs fer eftir árangri í þeim námsgreinum sem kenndar voru á haustmisseri. Miðast sá árangur við að nemendur hljóti að lágmarki 6,0 í meðaleinkunn úr prófum í námskeiðum á haustmisseri fyrsta árs. 2. gr. 1. – 5. gr. verða 2. – 6. gr. Fyrsti ml. 2. gr. (áður 1. gr.) breytist og verður svohljóðandi: Ef þörf krefur, leggur hjúkrunarfræðideild fyrir háskólaráð rökstuddar tillögur um fjölda stúdenta sem unnt er að taka til náms í hjúkrunarfræði. Vísun til 1. gr. í 2. ml. 2. mgr. 3. gr. (áður 2. gr.) breytist í 2. gr. 3. gr. Gildistaka o.fl. Reglur þessar sem háskólaráð hefur sett, að fengnum tillögum háskóladeilda og á grundvelli heimildar í 2. mgr. 13. gr. laga nr. 41/1999 um Háskóla Íslands, sbr. 3. mgr. 127. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 458/2000, taka þegar gildi. Háskóla Íslands, 6. mars 2008. Kristín Ingólfsdóttir. Þórður Kristinsson. |