1. gr. 3. gr. reglugerðarinnar breytist þannig: a. Í stað orðanna „1. október til og með 31. desember 2011“ í síðari málsl. 1. mgr. kemur: 1. janúar 2012 til og með 31. desember 2012. b. 2. mgr. orðast svo: Endurgreiðsla sjúkratrygginga er sem hér segir: Par sem ekki á barn saman/einhleyp kona sem ekki á barn: Önnur til fjórða meðferð 65%. 2. gr. 8. gr. reglugerðarinnar breytist þannig: Í stað orðanna „1. október til 31. desember 2011“ í fyrri málsl. greinarinnar kemur: 1. janúar 2012 til og með 31. desember 2012. 3. gr. Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. mgr. 19. gr., 2. mgr. 38. gr. og 55. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, öðlast gildi 1. janúar 2012 og tekur til þjónustu sem veitt er á tímabilinu 1. janúar 2012 til og með 31. desember 2012. Velferðarráðuneytinu, 16. desember 2011. Guðbjartur Hannesson. Hrönn Ottósdóttir. |