FORSETI ÍSLANDS gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu: I. KAFLI Breyting á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum.
1. gr. Í stað hlutfallstölunnar „0,65%“ í 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: 2,21%.
II. KAFLI Breyting á lögum nr. 88/2003, um Ábyrgðasjóð launa, með síðari breytingum. 2. gr.
Í stað orðanna „a–d-liðum“ í 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: a- og c-lið.
3. gr.
Í stað hlutfallstölunnar „0,1%“ í 2. mgr. 23. gr. laganna kemur: 0,2%.
III. KAFLI Breyting á lögum um vörugjald, nr. 97/1987, með síðari breytingum. 4. gr.
Eftirfarandi breyting verður á viðauka I við lögin: Í stað A-liðar koma tveir liðir, A- og B-liður, svohljóðandi: A. Af vörum í eftirgreindum tollskrárnúmerum skal greiða í vörugjald krónur fyrir hvert kíló af vörunni sem hér segir:
Tollskrárnúmer | kr./kg | Tollskrárnúmer | kr./kg | Tollskrárnúmer | kr./kg | 0813.4001 | 160 | 1704.9001 | 120 | 2008.3001 | 24 | 0813.5001 | 160 | 1704.9002 | 120 | 2008.3009 | 24 | 0901.1100 | 56 | 1704.9003 | 120 | 2008.4001 | 24 | 0901.1200 | 56 | 1704.9004 | 120 | 2008.4009 | 24 | 0901.2101 | 70 | 1704.9005 | 120 | 2008.5001 | 24 | 0901.2109 | 70 | 1704.9006 | 120 | 2008.5009 | 24 | 0901.2201 | 70 | 1704.9007 | 120 | 2008.6001 | 24 | 0901.2209 | 70 | 1704.9008 | 120 | 2008.6009 | 24 | 0901.9000 | 70 | 1704.9009 | 120 | 2008.7001 | 24 | 0902.1000 | 70 | 1805.0001 | 30 | 2008.7009 | 24 | 0902.2000 | 70 | 1805.0009 | 30 | 2008.8001 | 24 | 0902.3000 | 70 | 1806.1000 | 130 | 2008.8009 | 24 | 0902.4000 | 70 | 1806.2001 | 130 | 2008.9100 | 24 | 0903.0000 | 70 | 1806.2003 | 130 | 2008.9201 | 24 | 0909.1001 | 160 | 1806.2004 | 130 | 2008.9209 | 24 | 0909.5001 | 160 | 1806.2005 | 130 | 2008.9901 | 24 | 1211.9001 | 160 | 1806.2006 | 130 | 2008.9909 | 24 | 1211.9002 | 160 | 1806.2009 | 130 | 2101.1100 | 160 | 1701.1100 | 60 | 1806.3101 | 100 | 2101.1201 | 160 | 1701.1200 | 60 | 1806.3109 | 100 | 2101.1209 | 160 | 1701.9101 | 60 | 1806.3201 | 100 | 2101.2001 | 160 | 1701.9102 | 60 | 1806.3202 | 100 | 2101.2009 | 160 | 1701.9103 | 60 | 1806.3203 | 100 | 2101.3001 | 160 | 1701.9104 | 60 | 1806.3209 | 100 | 2101.3009 | 160 | 1701.9105 | 60 | 1806.9011 | 30 | 2106.9021 | 800 | 1701.9106 | 60 | 1806.9012 | 30 | 2106.9022 | 60 | 1701.9107 | 60 | 1806.9019 | 30 | 2106.9023 | 160 | 1701.9109 | 60 | 1806.9023 | 100 | 2106.9025 | 160 | 1701.9901 | 60 | 1806.9028 | 130 | 2106.9026 | 160 | 1701.9902 | 60 | 1806.9029 | 130 | 2106.9039 | 160 | 1701.9903 | 60 | 1806.9039 | 130 | 2106.9031 | 50 | 1701.9904 | 60 | 1901.9011 | 30 | 2106.9041 | 50 | 1701.9905 | 60 | 1901.9019 | 30 | 2106.9042 | 50 | 1701.9906 | 60 | 1906.9024 | 100 | 2106.9048 | 50 | 1701.9907 | 60 | 1905.2000 | 80 | 2106.9049 | 50 | 1701.9909 | 60 | 1905.3011 | 80 | 2106.9061 | 130 | 1702.1100 | 60 | 1905.3019 | 80 | 2106.9062 | 24 | 1702.1900 | 60 | 1905.3021 | 80 | 3003.9001 | 130 | 1702.2000 | 60 | 1905.3029 | 80 | 3003.5004 | 130 | 1702.3001 | 60 | 1905.3030 | 80 | 3003.9004 | 130 | 1702.3002 | 60 | 2006.0011 | 24 | 3302.1021 | 130 | 1702.3009 | 60 | 2006.0012 | 24 | 3302.1030 | 130 | 1702.4001 | 60 | 2006.0019 | 24 | 4011.1000 | 20 | 1702.4002 | 60 | 2006.0021 | 24 | 4011.2000 | 20 | 1702.4009 | 60 | 2006.0022 | 24 | 4011.4000 | 20 | 1702.5000 | 60 | 2006.0023 | 24 | 4011.5000 | 20 | 1702.6000 | 60 | 2006.0029 | 24 | 4011.9100 | 20 | 1702.9001 | 60 | 2006.0030 | 24 | 4011.9900 | 20 | 1702.9002 | 60 | 2006.9025 | 100 | 4012.1000 | 20 | 1702.9003 | 60 | 2006.9026 | 100 | 4012.2000 | 20 | 1702.9004 | 60 | 2007.1000 | 24 | 4012.9000 | 20 | 1702.9009 | 60 | 2007.9100 | 24 | 4013.1000 | 20 | 1703.1002 | 60 | 2007.9900 | 24 | 4013.2000 | 20 | 1703.1009 | 60 | 2008.1101 | 24 | 4013.9000 | 20 | 1703.9009 | 60 | 2008.2001 | 24 | 4016.9922 | 20 | 1704.1000 | 120 | 2008.2009 | 24 | | |
B. Af vörum í eftirgreindum tollskrárnúmerum skal greiða í vörugjald krónur fyrir hvern lítra af vörunni sem hér segir:
Tollskrárnúmer | kr./l | Tollskrárnúmer | kr./l | Tollskrárnúmer | kr./l | 2009.1110 | 16 | 2009.6123 | 16 | 2202.9037 | 16 | 2009.1121 | 16 | 2009.6124 | 16 | 2202.9039 | 16 | 2009.1122 | 16 | 2009.6125 | 16 | 2202.9041 | 16 | 2009.1123 | 16 | 2009.6126 | 16 | 2202.9042 | 16 | 2009.1124 | 16 | 2009.6129 | 16 | 2202.9043 | 16 | 2009.1125 | 16 | 2009.6190 | 16 | 2202.9044 | 16 | 2009.1126 | 16 | 2009.6910 | 16 | 2202.9045 | 16 | 2009.1129 | 16 | 2009.6921 | 16 | 2202.9046 | 16 | 2009.1190 | 16 | 2009.6922 | 16 | 2202.9047 | 16 | 2009.1210 | 16 | 2009.6923 | 16 | 2202.9049 | 16 | 2009.1221 | 16 | 2009.6924 | 16 | 2202.9091 | 16 | 2009.1222 | 16 | 2009.6925 | 16 | 2202.9092 | 16 | 2009.1223 | 16 | 2009.6926 | 16 | 2202.9093 | 16 | 2009.1224 | 16 | 2009.6929 | 16 | 2202.9094 | 16 | 2009.1225 | 16 | 2009.6990 | 16 | 2202.9095 | 16 | 2009.1226 | 16 | 2009.7110 | 16 | 2202.9096 | 16 | 2009.1229 | 16 | 2009.7121 | 16 | 2202.9097 | 16 | 2009.1290 | 16 | 2009.7122 | 16 | 2202.9099 | 16 | 2009.1910 | 16 | 2009.7123 | 16 | 2203.0011 | 16 | 2009.1921 | 16 | 2009.7124 | 16 | 2203.0012 | 16 | 2009.1922 | 16 | 2009.7125 | 16 | 2203.0013 | 16 | 2009.1923 | 16 | 2009.7126 | 16 | 2203.0014 | 16 | 2009.1924 | 16 | 2009.7129 | 16 | 2203.0015 | 16 | 2009.1925 | 16 | 2009.7190 | 16 | 2203.0016 | 16 | 2009.1926 | 16 | 2009.7910 | 16 | 2203.0019 | 16 | 2009.1929 | 16 | 2009.7921 | 16 | 2204.1011 | 16 | 2009.1990 | 16 | 2009.7922 | 16 | 2204.1012 | 16 | 2009.2110 | 16 | 2009.7923 | 16 | 2204.1013 | 16 | 2009.2121 | 16 | 2009.7924 | 16 | 2204.1014 | 16 | 2009.2122 | 16 | 2009.7925 | 16 | 2204.1015 | 16 | 2009.2123 | 16 | 2009.7926 | 16 | 2204.1016 | 16 | 2009.2124 | 16 | 2009.7929 | 16 | 2204.1019 | 16 | 2009.2125 | 16 | 2009.7990 | 16 | 2204.2111 | 16 | 2009.2126 | 16 | 2009.8010 | 16 | 2204.2112 | 16 | 2009.2129 | 16 | 2009.8021 | 16 | 2204.2113 | 16 | 2009.2190 | 16 | 2009.8022 | 16 | 2204.2114 | 16 | 2009.2910 | 16 | 2009.8023 | 16 | 2204.2115 | 16 | 2009.2921 | 16 | 2009.8024 | 16 | 2204.2116 | 16 | 2009.2922 | 16 | 2009.8025 | 16 | 2204.2119 | 16 | 2009.2923 | 16 | 2009.8026 | 16 | 2204.2131 | 16 | 2009.2924 | 16 | 2009.8029 | 16 | 2204.2132 | 16 | 2009.2925 | 16 | 2009.8090 | 16 | 2204.2133 | 16 | 2009.2926 | 16 | 2009.9010 | 16 | 2204.2134 | 16 | 2009.2929 | 16 | 2009.9021 | 16 | 2204.2135 | 16 | 2009.2990 | 16 | 2009.9022 | 16 | 2204.2136 | 16 | 2009.3110 | 16 | 2009.9023 | 16 | 2204.2139 | 16 | 2009.3121 | 16 | 2009.9024 | 16 | 2204.2911 | 16 | 2009.3122 | 16 | 2009.9025 | 16 | 2204.2912 | 16 | 2009.3123 | 16 | 2009.9026 | 16 | 2204.2913 | 16 | 2009.3124 | 16 | 2009.9029 | 16 | 2204.2915 | 16 | 2009.3125 | 16 | 2009.9090 | 16 | 2204.2916 | 16 | 2009.3126 | 16 | 2105.0011 | 16 | 2204.2919 | 16 | 2009.3129 | 16 | 2105.0019 | 16 | 2204.2931 | 16 | 2009.3190 | 16 | 2105.0021 | 16 | 2204.2932 | 16 | 2009.3910 | 16 | 2105.0029 | 16 | 2204.2933 | 16 | 2009.3921 | 16 | 2106.9011 | 16 | 2204.2935 | 16 | 2009.3922 | 16 | 2106.9019 | 16 | 2204.2936 | 16 | 2009.3923 | 16 | 2201.1011 | 16 | 2204.2939 | 16 | 2009.3924 | 16 | 2201.1012 | 16 | 2204.3011 | 16 | 2009.3925 | 16 | 2201.1013 | 16 | 2204.3012 | 16 | 2009.3926 | 16 | 2201.1014 | 16 | 2204.3013 | 16 | 2009.3929 | 16 | 2201.1015 | 16 | 2204.3014 | 16 | 2009.3990 | 16 | 2201.1016 | 16 | 2204.3015 | 16 | 2009.4110 | 16 | 2201.1019 | 16 | 2204.3016 | 16 | 2009.4121 | 16 | 2202.1011 | 16 | 2204.3019 | 16 | 2009.4122 | 16 | 2202.1012 | 16 | 2205.1011 | 16 | 2009.4123 | 16 | 2202.1013 | 16 | 2205.1012 | 16 | 2009.4124 | 16 | 2202.1014 | 16 | 2205.1013 | 16 | 2009.4125 | 16 | 2202.1015 | 16 | 2205.1014 | 16 | 2009.4126 | 16 | 2202.1016 | 16 | 2205.1015 | 16 | 2009.4129 | 16 | 2202.1019 | 16 | 2205.1016 | 16 | 2009.4190 | 16 | 2202.1091 | 16 | 2205.1019 | 16 | 2009.4910 | 16 | 2202.1092 | 16 | 2205.9011 | 16 | 2009.4921 | 16 | 2202.1093 | 16 | 2205.9012 | 16 | 2009.4922 | 16 | 2202.1094 | 16 | 2205.9013 | 16 | 2009.4923 | 16 | 2202.1095 | 16 | 2205.9015 | 16 | 2009.4924 | 16 | 2202.1096 | 16 | 2205.9016 | 16 | 2009.4925 | 16 | 2202.1097 | 16 | 2205.9019 | 16 | 2009.4926 | 16 | 2202.1099 | 16 | 2206.0031 | 16 | 2009.4929 | 16 | 2202.9011 | 16 | 2206.0032 | 16 | 2009.4990 | 16 | 2202.9012 | 16 | 2206.0033 | 16 | 2009.5010 | 16 | 2202.9013 | 16 | 2206.0034 | 16 | 2009.5021 | 16 | 2202.9014 | 16 | 2206.0035 | 16 | 2009.5022 | 16 | 2202.9015 | 16 | 2206.0036 | 16 | 2009.5023 | 16 | 2202.9016 | 16 | 2206.0039 | 16 | 2009.5024 | 16 | 2202.9017 | 16 | 2208.9071 | 16 | 2009.5025 | 16 | 2202.9019 | 16 | 2208.9072 | 16 | 2009.5026 | 16 | 2202.9031 | 16 | 2208.9073 | 16 | 2009.5029 | 16 | 2202.9032 | 16 | 2208.9074 | 16 | 2009.5090 | 16 | 2202.9033 | 16 | 2208.9075 | 16 | 2009.6110 | 16 | 2202.9034 | 16 | 2208.9076 | 16 | 2009.6121 | 16 | 2202.9035 | 16 | 2208.9079 | 16 | 2009.6122 | 16 | 2202.9036 | 16 | 2209.0000 | 16 |
IV. KAFLI Breyting á lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, með síðari breytingum. 5. gr.
7. gr. laganna orðast svo: Greiðslutímabil skatts samkvæmt lögum þessum skal vera þrír mánuðir, þ.e. janúar–mars, apríl–júní, júlí–september og október–desember. Gjalddagar eru 20. apríl, 20. júlí, 20. október og 20. janúar og er eindagi 15 dögum síðar.
V. KAFLI Breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum. 6. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna: a. Á eftir 7. tölul. kemur nýr töluliður, svohljóðandi: Allir aðilar sem hafa vaxtatekjur hér á landi af bankainnstæðum, verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum, skuldabréfum eða öðrum kröfum og fjármálagerningum, sbr. 3. tölul. C-liðar 7. gr., skulu greiða tekjuskatt af þeim tekjum. Ákvæði þetta gildir þó hvorki um vexti sem greiddir eru af Seðlabanka Íslands né þá vexti sem greiðast erlendum ríkjum, alþjóðastofnunum eða öðrum opinberum aðilum sem undanþegnir eru skattskyldu í heimilisfestarríki sínu. Ákvæðið á ekki við kveði tvísköttunarsamningur sem Ísland hefur gert við erlent ríki á um að ekki skuli haldið eftir afdráttarskatti af vöxtum. Fjármálaráðherra er heimilt að setja reglugerð er kveður nánar á um framkvæmd þessa ákvæðis. b. Í stað orðanna „4.–7. tölul.“ í 8. tölul. kemur: 4.–8. tölul.
7. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 70. gr. laganna: a. Í stað orðanna „8. tölul.“ í 1. málsl. 1. mgr. 3. tölul. kemur: 9. tölul. b. Á eftir orðunum „skv. 3. gr. af“ í 4. tölul. kemur: vöxtum.
8. gr. Í stað orðanna „5.–8. tölul.“ í 3. mgr. 75. gr. laganna kemur: 5.–9. tölul.
VI. KAFLI Breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum. 9. gr.
Í stað orðanna „2., 3., 6. og 7. tölul. 3. gr.“ í 2. málsl. A-liðar 2. gr. laganna kemur: 2., 3., 6., 7. og 8. tölul. 3. gr.
10. gr.
Í stað orðanna „2., 3., 6. og 7. tölul. 3. gr.“ í 6. tölul. 5. gr. laganna kemur: 2., 3., 6., 7. og 8. tölul. 3. gr.
11. gr.
Í stað orðanna „2., 3. og 7. tölul. 3. gr.“ í 4. mgr. 9. gr. laganna kemur: 2., 3., 7. og 8. tölul. 3. gr.
VII. KAFLI Breyting á lögum nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingum. 12. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr. laganna: a. Á eftir orðinu „örorkustyrk“ í 1. málsl. a-liðar 2. mgr. kemur: aldurstengdri örorkuuppbót. b. Í stað „22. gr.“ í 1. málsl. a-liðar 2. mgr. kemur: 21.–22. gr. c. 2. og 3. málsl. b-liðar 2. mgr. orðast svo: Ellilífeyrisþegi skal hafa 480.000 kr. frítekjumark vegna atvinnutekna við útreikning tekjutryggingar. Örorkulífeyrisþegi skal hafa 300.000 kr. frítekjumark vegna atvinnutekna við útreikning tekjutryggingar. d. Orðin „skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum“ í 3. mgr. falla brott.
13. gr.
3. málsl. 1. mgr. 21. gr. laganna orðast svo: Um uppbótina gilda ákvæði 1. mgr., sbr. 2. mgr., 2. málsl. 4. mgr. og 5. mgr. 18. gr. um búsetutíma, örorkumat og skerðingu vegna tekna.
14. gr.
Við 2. mgr. 22. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum undir 120.000 kr. á ári skulu þó ekki skerða tekjutryggingu samkvæmt þessari málsgrein.
15. gr. 11. tölul. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum orðast svo: Þrátt fyrir ákvæði 3. málsl. b-liðar 2. mgr. 16. gr. laganna skal örorkulífeyrisþegi á tímabilinu 1. júlí 2009 til 1. janúar 2010 hafa 109.600 kr. frítekjumark á mánuði vegna atvinnutekna við útreikning tekjutryggingar.
VIII. KAFLI Breyting á lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum. 16. gr.
2. málsl. b-liðar 1. mgr. 26. gr. laganna orðast svo: Vistmaður skal hafa 480.000 kr. frítekjumark vegna atvinnutekna við útreikning vistunarframlags.
IX. KAFLI Breyting á lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum. 17. gr.
Í stað tölunnar „18“ í 2. og 5. mgr. 8. gr. laganna kemur: 36.
18. gr.
Í stað „400.000 kr.“ í 3. mgr. 13. gr. laganna kemur: 350.000 kr.
X. KAFLI Breyting á lögum nr. 91/1991, um meðferð einkamála, með síðari breytingum. 19. gr.
Við 1. mgr. 126. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo: Ráðherra getur jafnframt með reglugerð kveðið á um hámark gjafsóknarfjárhæðar í einstökum málaflokkum sem og hámark þeirra tekna sem umsækjandi má hafa til að fá gjafsókn vegna efnahags.
XI. KAFLI Breyting á lögum nr. 88/2008, um meðferð sakamála, með síðari breytingum. 20. gr.
Við 3. mgr. 38. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo: Ráðherra er heimilt í reglugerð að mæla fyrir um tímagjald sem tekið skal mið af við ákvörðun þóknunar.
21. gr.
Við 3. mgr. 48. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo: Ráðherra er heimilt í reglugerð að mæla fyrir um tímagjald sem tekið skal mið af við ákvörðun þóknunar.
XII. KAFLI Breyting á lögum nr. 91/1987, um sóknargjöld o.fl., með síðari breytingum.
22. gr.
1. gr. laganna orðast svo: Þjóðkirkjusöfnuðir og skráð trúfélög samkvæmt lögum um trúfélög skulu eiga ákveðna hlutdeild í tekjuskatti álögðum samkvæmt ákvæðum laga um tekjuskatt eftir því sem lög þessi ákveða.
23. gr.
1. málsl. 1. mgr. 2. gr. laganna orðast svo: Ríkissjóður skal skila 15. hvers mánaðar, af óskiptum tekjuskatti, fjárhæð er rennur til þjóðkirkjusafnaða og skráðra trúfélaga.
24. gr.
Orðin „Vegna einstaklings, sem hvorki er í þjóðkirkjunni né skráðu trúfélagi samkvæmt lögum nr. 18/1975, greiðist gjaldið til Háskóla Íslands“ í 1. mgr. 3. gr. laganna falla brott.
25. gr.
Fyrirsögn I. kafla laganna orðast svo: Um hlutdeild þjóðkirkjusafnaða og skráðra trúfélaga í tekjuskatti.
XIII. KAFLI Breyting á lögum nr. 69/1995, um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota, með síðari breytingum. 26. gr.
Í stað tölunnar „100.000“ í 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: 400.000.
XIV. KAFLI Brottfall laga nr. 84/2008, um uppbót á eftirlaun.
27. gr. Lög nr. 84/2008, um uppbót á eftirlaun, falla brott. Þrátt fyrir það skal áfram beita ákvæðum laganna vegna ákvörðunar um uppbót á eftirlaun vegna viðmiðunarársins 2007.
XV. KAFLI Breyting á lögum nr. 58/1998, um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, með síðari breytingum. 28. gr.
Í stað ártalsins „2011“ í 8. gr. laganna kemur: 2014.
XVI. KAFLI Gildistaka. 29. gr.
Ákvæði 1.–3., 12.–16. og 19.–26. gr. öðlast gildi 1. júlí 2009 og á 2. gr. við um kröfur sem falla í gjalddaga 1. júlí 2009 eða síðar. Ákvæði 4. gr. öðlast gildi 1. september 2009. Ákvæði 5., 27. og 28. gr. öðlast þegar gildi. Ákvæði 6. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda vegna vaxta sem gjaldfalla og verða greiðslukræfir frá og með 1. september 2009 eða síðar. Hafi hluti vaxta áunnist fyrir gildistöku laganna eru þeir hvorki skattskyldir né staðgreiðsluskyldir. Ákvæði a-liðar 7. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda árið 2010. Ákvæði b-liðar 7. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda árið 2010 vegna tekna frá og með 1. september 2009. Ákvæði 8.–11. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda frá og með 1. september 2010. Ákvæði 17. og 18. gr. öðlast gildi 1. júlí 2009 og eiga við um foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. júlí 2009 eða síðar. Ákvæði til bráðabirgða I–III um skattskyldu tekna taka þegar gildi og koma til framkvæmda í staðgreiðslu frá og með 1. júlí 2009 og við álagningu opinberra gjalda 2010. Ákvæði til bráðabirgða IV tekur gildi frá og með 16. júní 2009. Ákvæði til bráðabirgða V og VI taka gildi 1. júlí 2009. Ákvæði til bráðabirgða VII tekur þegar gildi.
Ákvæði til bráðabirgða. I.
Við lög nr. 90/2003, um tekjuskatt, bætist eftirfarandi ákvæði til bráðabirgða: Við álagningu gjalda árið 2010 skal leggja sérstakan 8% tekjuskatt á tekjuskattsstofn einstaklings umfram 4.200.000 kr. á tímabilinu frá og með 1. júlí til 31. desember 2009. Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 3. mgr. 66. gr. skal tekjuskattur af fjármagnstekjum einstaklinga utan rekstrar sem falla til á tímabilinu 1. júlí til 31. desember 2009 vera 15% af því sem þær tekjur eru umfram 250.000 kr. Þó skal tekjuskattur reiknast af 70% leigutekna. Þegar um hjón eða samskattað fólk er að ræða skal þrátt fyrir 2. tölul. 1. mgr. 62. gr. taka tillit til frítekjumarks beggja hjóna, þ.e. tekna yfir 250.000 kr. hjá hvoru hjóna, við ákvörðun fjármagnstekjuskattsstofns. Tekjuskattur lögaðila, skv. 3. og 4. mgr. 71. gr., skal frá sama tímamarki vera 15% af arðstekjum og öðrum fjármagnstekjum eftir því sem við á.
II.
Við lög nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, bætist eftirfarandi ákvæði til bráðabirgða: Frá og með 1. júlí til 31. desember 2009 skal launagreiðandi reikna til viðbótar staðgreiðslu skv. 15. gr. laganna sérstakan 8% tekjuskatt af staðgreiðsluskyldum launum umfram 700.000 kr. á mánuði hjá hverjum einstaklingi.
III.
Við lög nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, bætist eftirfarandi ákvæði til bráðabirgða: Frá og með 1. júlí 2009 skal skilaskyldum aðilum skv. 3. gr. skylt að halda eftir 15% skatti af staðgreiðsluskyldum fjármagnstekjum skattskyldra aðila, sbr. 2. gr., sem til falla eftir 1. júlí 2009 af eldri kröfum, sem og kröfum sem stofnað er til eftir það, sbr. 4. og 5. gr. Af fjármagnstekjum sem falla til fyrir 1. júlí 2009 reiknast 10% fjármagnstekjuskattur. Fjármálaráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis. Þrátt fyrir ákvæði 5. gr. laga þessara skal gjalddagi greiðslutímabils frá og með 1. janúar til 30. júní 2009 vera 20. júlí 2009 og eindagi 15 dögum síðar.
IV.
Við lög nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald, bætist eftirfarandi ákvæði til bráðabirgða: Sé ekki komið með ökutæki til álestrar á fyrsta álestrartímabili 2009, sem er frá 1. til 15. júní 2009, sbr. 1. mgr. 14. gr. laganna, skal reikna út meðaltal ekinna kílómetra á dag á tímabilinu milli álestra. Þá skal hið nýja gjald innheimt eftir meðaltalsakstri eftir lok fyrrgreinds álestrartímabils.
V.
Við lög nr. 100/2007, um almannatryggingar, bætist eftirfarandi ákvæði til bráðabirgða: Þrátt fyrir ákvæði 2., 3. og 4. mgr. 22. gr. laganna skal skerðingarhlutfallið vera 45% á tímabilinu 1. júlí 2009 til og með 31. desember 2013.
VI.
Við lög nr. 91/1987, um sóknargjöld o.fl., bætist eftirfarandi ákvæði til bráðabirgða: Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. laganna, með síðari breytingum, skal gjald sem rennur til þjóðkirkjusafnaða og skráðra trúfélaga vera 811 kr. á mánuði frá gildistöku laga þessara út árið 2009 fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri í lok næstliðins árs á undan gjaldári. Fyrir árið 2010 skal gjaldið vera 767 kr. á mánuði fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri í lok næstliðins árs á undan gjaldári.
VII.
Við lög nr. 58/1998, um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, bætist eftirfarandi ákvæði til bráðabirgða: Þrátt fyrir ákvæði 8. og 10. gr. laganna skal óbyggðanefnd ekki taka til meðferðar ný svæði né fjármálaráðherra lýsa kröfum ríkis um þjóðlendur fyrr en í fyrsta lagi 1. janúar 2012. Þrátt fyrir ákvæði 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, er heimilt að ráða starfsmenn óbyggðanefndar tímabundið fram til ársloka 2011 til annarra sambærilegra starfa innan Stjórnarráðs Íslands.Gjört í Mosfellsbæ, 29. júní 2009. Ólafur Ragnar Grímsson. (L. S.) Steingrímur J. Sigfússon. |