Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 188/2013

Nr. 188/2013 13. febrúar 2013
REGLUR
um breytingu á reglum nr. 643/2011 um meistaranám við félagsvísindasvið Háskóla Íslands.

1. gr.

II. liður 15. gr., um skipan meistaranámsnefndar, orðast svo:

Í meistaranámsnefnd sitja þrír fulltrúar, sem kosnir eru á deildarfundi, þar af skal einn vera fulltrúi deildar í vísindanefnd félagsvísindasviðs. Skipað skal í meistaranámsnefnd til tveggja ára í senn. Deildarforseti getur setið fundi nefndarinnar.

2. gr.

Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, eru settar samkvæmt heimild í lögum nr. 85/2008 um opinbera háskóla, sbr. 69. gr. reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands. Reglurnar öðlast þegar gildi.

Háskóla Íslands, 13. febrúar 2013.

Kristín Ingólfsdóttir.

Þórður Kristinsson.

B deild - Útgáfud.: 28. febrúar 2013