Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 848/2013

Nr. 848/2013 6. september 2013
AUGLÝSING
um almenna undanþágu frá búsetuskilyrðum hlutafélagalöggjafarinnar.

Ákvörðun iðnaðar- og viðskiptaráðherra samkvæmt auglýsingu þessari er einkum ætlað að vera til hagræðis ríkisborgurum og lögaðilum frá öðrum OECD-ríkjum en þeim sem eru aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið en getur einnig komið að notum þeim ríkisborgurum og lögaðilum EES-ríkja, aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunar­samtaka Evrópu eða Færeyingum og færeyskum lögaðilum sem heimilisfastir eru utan Evrópska efnahagssvæðisins, landsvæðis stofnsamningsins og Færeyja. Þeir ríkis­borgarar og lögaðilar EES-ríkja, aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyingar og færeyskir lögaðilar, sem heimilisfastir eru á Evrópska efnahags­svæðinu, landsvæði stofnsamningsins eða í Færeyjum, njóta þegar undanþágu á grund­velli laga.

Í ákvörðuninni, sem geymir undanþágu frá 3., 66., 137. og 140. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög og 3., 42., 111. og 114. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög, felst nánar tiltekið að ríkisborgarar OECD-ríkja, EES-ríkja, aðildarríkja stofnsamnings Fríversl­unar­samtaka Evrópu eða Færeyingar þurfa ekki að vera heimilisfastir hér á landi til að geta verið stofnendur, stjórnarmenn og framkvæmdastjórar íslenskra hluta- eða einka­hlutafélaga eða útibússtjórar erlendra hluta- eða einkahlutafélaga á Íslandi heldur nægir að ríkisborgararnir séu heimilisfastir í einhverju OECD-ríkja, EES-ríkja, aðildarríkja stofn­samn­ings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum.

Þá þurfa hlutafélög og önnur félög og stofnanir, sem standa að stofnun hluta- eða einka­hlutafélaga hér á landi og vísað er til í 3. gr. hluta- og einkahlutafélagalaga, ekki að vera heimilisföst hér á landi heldur nægir að þau séu heimilisföst í OECD-ríki, EES-ríki, aðildar­ríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjum. Loks geta erlend hluta- og einkahlutafélög og félög í samsvarandi lagalegu formi, sem eiga lögheimili og varnar­þing í einhverju OECD-ríkja, EES-ríkja, aðildarríkja stofnsamnings Fríversl­unar­samtaka Evrópu eða Færeyjum, stundað starfsemi með rekstri útibús hér á landi.

Í vafatilvikum getur hlutafélagaskrá, sem umsóknir um skráningu hluta- eða einka­hlutafélaga eru sendar til, þó borið einstök mál undir iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Eftirtalin OECD-ríki, EES-ríki, aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og Færeyja falla undir undanþágureglu laga og auglýsingarinnar samkvæmt framansögðu miðað við 1. september 2013:

 Austurríki

 Ísrael

 Portúgal

 Ástralía

 Ítalía

 Pólland

 Bandaríkin

 Japan

 Rúmenía

 Belgía

 Kanada

 Síle

 Bretland

 Kórea (Suður-Kórea)

 Slóvakía

 Búlgaría

 Króatía

 Slóvenía

 Danmörk

 Kýpur

 Spánn

 Eistland

 Lettland

 Sviss

 Finnland

 Liechtenstein

 Svíþjóð

 Frakkland

 Litháen

 Tékkland

 Færeyjar

 Lúxemborg

 Tyrkland

 Grikkland

 Malta

 Ungverjaland

 Holland

 Mexíkó

 Þýskaland

 Írland

 Noregur

 

 Ísland

 Nýja Sjáland

 

Auglýsing þessi, sem gefin er út skv. 158. gr., sbr. 3., 66., 137. og 140. gr., laga nr. 2/1995 um hlutafélög og 135. gr., sbr. 3., 42., 111. og 114. gr., laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög, öðlast þegar gildi. Um leið fellur úr gildi auglýsing nr. 364/2009 um almenna undanþágu frá búsetuskilyrðum hlutafélagalöggjafarinnar.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 6. september 2013.

F. h. iðnaðar- og viðskiptaráðherra,

Valgerður Rún Benediktsdóttir.

Sigurbjörg S. Guðmundsdóttir.

B deild - Útgáfud.: 24. september 2013