1. gr. Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður sem verður svohljóðandi: Úrræðum samkvæmt reglugerð þessari verður einnig beitt til að bregðast við greiðsluvanda lántakanda lána sem Íbúðalánasjóður hefur yfirtekið af fjármálastofnunum á grundvelli 2. mgr. 15. gr. laga nr. 44/1998, um húsnæðismál. 2. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. reglugerðarinnar: - Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður sem orðast svo: Einnig er heimilt að fresta greiðslum afborgana af höfuðstól þannig að eingöngu séu greiddir vextir og verðbætur af vöxtum.
- Við 3. mgr. 10. gr. bætist nýr málsliður sem orðast svo: Skilmálabreyting tekur gildi þegar þinglýstur viðauki hefur borist Íbúðalánasjóði.
3. gr. Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 7. mgr. 48. gr. laga nr. 44/1998, um húsnæðismál, öðlast þegar gildi. Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, 15. október 2008. Jóhanna Sigurðardóttir. Ágúst Geir Ágústsson. |